Nei, ég sá bara ekki nokkurn skapaðan hlut svaraði ég þegar konan mín hrópaði á mig. Hún er reyndar með miklu flottari veiðigleraugu heldur en ég, svona græju með skiptanlegum linsum fyrir mismunandi birtuskilyrði og alles. Ég aftur á móti er bara með Poloroid clips á venjulegu gleraugun mín af því ég sé hvorki vel frá mér né nálægt mér, aldurinn sko.

Annars hefði það nú væntanlega ekki skipt neitt rosalega miklu máli hefði ég verið með röntgen sjón eins og Superman. Við sjáum nefnilega sjaldnast fiskinn sjálfan þegar við skimum eftir honum í vatninu. Skuggarnir, flökt í vatni eða breytinga á straumkasti segir okkur miklu meira um það hvort fiskur sé á ferð heldur en að maður sjái hann sjálfan. Ég stend sjálfan mig að því að skima eftir fiski allt of ofarlega í vatnsbolnum. Það er oft sagt að maður eigi að líta sér nær, en í þessu tilfelli er vænlegra að líta sér fjær. Leyfðu augunum að sökkva til botns, þar liggja skuggar fisksins sem þú ert að leita að og þú átt miklu meiri séns að sjá skuggann heldur en fiskinn sjálfan.

fos_skuggi

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.