Ég er af þessari kynslóð sem ólst upp við Vísnaplötuna. Þið vitið; Ég á mér lítinn skrítinn skugga, skömmin er svo líkur mér……. Þessi skuggi hefur náttúrulega fylgt mér alla tíð og hefur svo sem ekkert verið að plaga mig í gegnum tíðina, nema þá þegar ég fór að stunda fluguveiði. Þá var það þessi langi mjói skuggi sem kom eins og framlenging af kasthendinni, laumaði sér frameftir stönginni og sleikti línuna, tauminn og alveg út að flugunni. Þessi skuggi fór fljótlega að plaga mig vegna þess að hann fór í taugarnar á fiskinum sem ég var að eltast við. Ég hef áður minnst á að þegar ég treysti í blindi á fyrstu samsetninguna sem ég fékk tilbúna í veiðivöruverslun án nokkurra efasemda frá minni hálfu. Þá var ósköp lítið um veiði hjá mér nema mér tækist að koma flugunni út í einhverju róti. Sem sagt; taumurinn sem ég fékk með fyrstu stönginni minni var allt of sver. Hann var svo sver að þessi litli skrítni skuggi fann sér mjög auðvelda leið niður á botn vatnanna eftir honum.

Um leið og ég náði tökum á að grenna tauminn fóru flugurnar mínar að leggjast betur og skugginn missti takið á tauminum og komast ekkert lengra út á vatnið heldur en að línuendanum. Mér fannst eins og mér hefði tekist að leika á kvikindið og fór að hrósa happi í fluguveiðinni mun oftar en áður.

Ég og skugginn minn á veiðum
Ég og skugginn minn á veiðum

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.