FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Vatnaveiði á móti vindi

    11.júlí 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

    Þegar gjólan færist svo mikið í fang að hún verður að roki, leggja flestir veiðimenn árar í bát. Þeir hörðustu láta sig hafa rokið og fylgifisk þess, rigninguna. Miðað við Íslenskar aðstæður er kannski eins gott hve mér finnst yfirleitt gaman að eiga við mótvind.

    Til að koma flugunni út á móti vindi þrengi ég kasthornið og nota sneggra tvítog til að hraða línunni. Undir svona kringumstæðum er um að gera að halda kasthjólinu kröppu (litlu) þannig að línan skjótist fram og verði fyrir sem minnstum áhrifum af vindinum. Fyrir þá sem styðjast við kastklukkuna, aftara stopp kl.13, fremra stopp kl.11 og síðan lagt niður til kl.8:30 þá getur verið ágætt að ímynda sér að flýta kastklukkunni aðeins þegar maður glímir við vindinn. Aftara stopp kl.12, fremra stopp kl.10:30. Með því að láta stöngina færast aðeins um 1 ½ klst. í stað 2 klst. í kastklukkunni, þá þrengist kasthjólið og línan verður ekki fyrir eins miklum áhrifum vindsins.

    Eins er gott að hafa í huga þegar maður veiðir á móti vindi, hann er ekki eins sterkur niðri við vatnið eins og hann er í 1 – 2 metra hæð. Það fer ótrúlega mikið púður úr honum rétt við yfirborðið og þangað geta þeir sem ráða við undirhandarkast komið línunni.

    Þegar allt um þrýtur er hægt að skipta yfir í kaststöngina og nota maðk eða spún. Ég reyni ýmislegt áður en ég gefst upp fyrir rokinu því veiði á móti vindi hefur oft gefið okkur veiðifélögunum flesta og flottustu fiskana. Að koma agninu rétt útfyrir ölduna þar sem hún brotnar á grynningunum er næstum ávísun á fisk. Hann beinlínis veður í æti þarna og um að gera að prófa.

  • Vatnaveiði í röst

    4.júlí 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Ég birti þessa grein hér til gamans, breyti í engu innihaldi hennar, flest af þessu eldist ágætlega.

    Tíminn sem ég eyði við vatn er oft nægjanlegur til að ég fái öll afbrigði íslensks sumars í veðri. Þegar gjólan tekur sig upp leita ég gjarnan að stöðum þar sem ætið safnast saman eða röst myndast á vatninu. Þessir staðir geta t.d. verið þrengingar á milli skerja. Röstin þarna á milli virkar eins og einhverskonar trekt mót vindi eða straumi í vötnum.

    Þegar steinar eða sker mynda svona þrengingar í vatni þjappast ætið saman á milli þeirra. Þetta hefur silungurinn lært með tímanum og oft eru bestu óðöl urriðans í grennd við svona staði. Silungurinn hagar sér ekkert ósvipað og í læk eða á, snýr trýninu upp í strauminn og hremmir ætið þegar það kemur úr trektinni.

    Ég kem mér fyrir þannig að ég geti kastað fram fyrir silunginn og látið fluguna mína fljóta með strauminum í gegnum röstina, í ám er þetta kallað andstreymisveiði, en það er nú kannski ofraust að tala um straum í stöðuvatni. Ég verð bara að gæta mín að halda öllum slaka á línunni í lágmarki þannig að ég missi ekki af tökunni.

    Í næsta fréttabréfi hefur heldur en ekki bætt í vindinn, fylgstu með.

  • Vatnaveiði í landslagi

    25.júní 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Flestar þessara greina voru unnar upp úr kynningum mínum frá árunum 2010 – 2012 sem margir hafa séð.

    Ein af ástæðum þess að ég kýs vatnaveiðina er landslagið sem ég kynnist á ferðum mínum um landið. Og landslagið leynist víðar en fyrir ofan vatnsborðið. Í þetta tilbúna veiðivatn sem fylgt hefur þessum pistlum mínum, hef ég komið fyrir stórum steini á botninum undan þessum tanga, einhvers konar framlengingu hans í vatninu. Þessi steinn veitir silunginum alveg tilvalið skjól og það er alltaf vel þess virði að reyna svona stað.

    Ég byrja á því að taka 2 – 3 köst land-megin við steininn. Ef fiskurinn liggur öðru hvoru megin við hann, þá er ég ekkert að styggja hann. Næstu köst tek ég sitt hvoru megin við steininn, byrjar fjær og fikrar mig síðan nær og nær steininum, tvö til þrjú sitt hvoru megin. Ef ekkert gerist, læt ég vaða og kasta út fyrir steininn. Hann er þarna (fiskurinn), kannski vantar bara aðeins upp á þolinmæðina hjá mér.

    Þessa reglu, þ.e. hvernig ég veiði ætti ég í raun að nota í allri vatnaveiði; byrja stutt, sem næst mér. Fikra mig síðan kerfisbundið til beggja átta og utar. Ekki gleypa allt vatnið í fyrsta kasti, þá er ég örugglega að styggja fiskinn að óþörfu með falsköstum.

  • Vatnaveiði á töngum

    18.júní 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

    Þar sem ég er töluverður vaðfugl, þ.e. veð töluvert oft út í vatnið og ‚auðvitað‘ lengra en þörf er á, verður mér stundum svolítið kalt í vöðlunum mínum. Þá getur verið gott að leita upp á bakkann og oftar en ekki verður einhver tanginn fyrir valinu hjá mér. Þetta geta verið dulmagnaðir staðir, stutt í fiskinn og oft töluverð traffík við þá sem markast af því að bleikjur ganga oft hring eftir hring í vatninu eða einhvern hluta þess. Og takið eftir; þær synda oftast réttsælan hring hér á Íslandi, við erum jú á norðurhveli jarðar. Af urriðanum fer aftur á móti það orðspor að hann syndi fram og til baka, hvort sem það er nú rétt eða ekki.

    Hvort heldur sem er, urriði eða bleikja, þá liggur leið þeirra framhjá tanganum á einhverjum tímapunkti og merkilegt nokk, í stað þess að synda vel útfyrir tangann, þá styttir fiskurinn sér leið og færist því nær okkur þegar hann fer fyrir tangann. Það er því auðveldara að ná til hans, ekki bara á meðan hann er beint fyrir framan okkur heldur einnig þegar hann nálgast okkur á hægri hönd og hverfur okkur á þá vinstri.

  • Vatnaveiði í Dauðahafinu

    11.júní 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Ég birti þessa grein hér til gamans, breyti í engu innihaldi hennar, flest af þessu eldist ágætlega.

    Í síðasta fréttabréfi nefndi ég veiði á dýpi. Núna langar mig aðeins að hnýta við þetta og spjalla aðeins um mismunandi dýpi í vötnum. Þegar kemur að dýpi í vatni, þá vel ég í sérvisku minni botninn.  Botninn er heimkynni ætisins og ef maður byrjar á botninum liggja allar leiðir upp á við, ætisins líka. Þarna byrja ég og þegar flugan er að klekjast út, færi ég fluguna mína upp og að yfirborðinu.

    En hvað með þetta svæði þarna mitt á milli?  Miðjuna í vatnsbolnum. Ekki eyða tíma í þetta svæði, það gengur undir nafninu Dauðahafið vegna þess að það er sáralítið af fiski sem heldur sig þarna, nema þá alveg í kantinum.

    Þegar lirfan á botninum hefur púpað sig og klekst síðan út, þá staldrar hún ekkert við í miðju vatninu. Hún leitar beint upp að yfirborðinu, hinkrar augnablik á meðan hún opnar vænghúsið og svo er hún á bak og burt. Silungurinn nær henni á botninum eða þarna við yfirborðið, þetta veit hann og við verðum að apa þetta eftir til að koma okkar flugum á framfæri.

  • Vatnaveiði á dýpi

    5.júní 2020
    Greinaskrif

    Upp

    Forsíða

    Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

    Þennan stað legg ég í eftir að ég hef gengið úr skugga um að fiskurinn liggur ekki undir bakkanum. Fiskurinn heldur sig að vísu ekkert mjög mikið í dýpinu sjálfu nema vatnið sé þeim mun hlýrra eða rosalega bjart yfir. Silungurinn og þá sérstaklega urriðinn er nefnilega mjög birtufælinn sem er einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki með sjáöldur sem geta dregið sig saman við aukna birtu. Kanturinn á mörkum dýpis og grynninga veita aftur á móti fiskinum skjól og þar er oft gnótt ætis fyrir hann.

    Ég reyni að setja fluguna, já eða spúninn rétt út fyrir í dýpið og draga síðan inn og upp á grynningarnar. Hér virkar straumfluga eða púpa í löngum taumi, ég leyfi henni bara að sökkva vel áður en ég dreg inn. Ég nota stundum lagið ‚Killing me softly‘ og raula það í huganum á meðan flugan sekkur. Hver hending er u.þ.b. 5 sek. sem gerir c.a. 50 cm sökk. Nei, ég legg það ekki á nokkurn mann að syngja upphátt, hlífi veiðifélögunum við óþarfa óhljóðum.

    Ef ég næ góðu kasti og kem flugunni vel niður, þá er veiðitími hennar töluvert langur ef ég er ekki of æstur að rífa hana upp í næsta kast. Það er vel þess virði að taka fluguna ekki upp fyrr en maður er 99% öruggur um að ekkert sé á ferli c.a. 20 cm á eftir flugunni. Ég stoppa alveg áður en ég tek upp, tek svo þétt í línuna og athuga hvort það sé ekki einhver þarna úti sem lætur til skarar skríða þegar hann heldur að hann sé að missa af gómsætum bita.

    Ég hef tekið fisk eftir að ég hætti í raun að veiða fluguna. Ég var orðin úrkula vonar um töku, hætti inndrætti, svipaðist augnablik um eftir nýjum stað til að leggja fluguna á og í einhverju fáti reisti ég stöngina örlítið upp og BANG! fiskur á. Það er lengi von á einum.

«Fyrri síða
1 2 3 4
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar