Flýtileiðir

Vatnaveiði á móti vindi

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn.

Þegar gjólan færist svo mikið í fang að hún verður að roki, leggja flestir veiðimenn árar í bát. Þeir hörðustu láta sig hafa rokið og fylgifisk þess, rigninguna. Miðað við Íslenskar aðstæður er kannski eins gott hve mér finnst yfirleitt gaman að eiga við mótvind.

Til að koma flugunni út á móti vindi þrengi ég kasthornið og nota sneggra tvítog til að hraða línunni. Undir svona kringumstæðum er um að gera að halda kasthjólinu kröppu (litlu) þannig að línan skjótist fram og verði fyrir sem minnstum áhrifum af vindinum. Fyrir þá sem styðjast við kastklukkuna, aftara stopp kl.13, fremra stopp kl.11 og síðan lagt niður til kl.8:30 þá getur verið ágætt að ímynda sér að flýta kastklukkunni aðeins þegar maður glímir við vindinn. Aftara stopp kl.12, fremra stopp kl.10:30. Með því að láta stöngina færast aðeins um 1 ½ klst. í stað 2 klst. í kastklukkunni, þá þrengist kasthjólið og línan verður ekki fyrir eins miklum áhrifum vindsins.

Eins er gott að hafa í huga þegar maður veiðir á móti vindi, hann er ekki eins sterkur niðri við vatnið eins og hann er í 1 – 2 metra hæð. Það fer ótrúlega mikið púður úr honum rétt við yfirborðið og þangað geta þeir sem ráða við undirhandarkast komið línunni.

Þegar allt um þrýtur er hægt að skipta yfir í kaststöngina og nota maðk eða spún. Ég reyni ýmislegt áður en ég gefst upp fyrir rokinu því veiði á móti vindi hefur oft gefið okkur veiðifélögunum flesta og flottustu fiskana. Að koma agninu rétt útfyrir ölduna þar sem hún brotnar á grynningunum er næstum ávísun á fisk. Hann beinlínis veður í æti þarna og um að gera að prófa.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com