Flýtileiðir

Vatnaveiði í röst

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Ég birti þessa grein hér til gamans, breyti í engu innihaldi hennar, flest af þessu eldist ágætlega.

Tíminn sem ég eyði við vatn er oft nægjanlegur til að ég fái öll afbrigði íslensks sumars í veðri. Þegar gjólan tekur sig upp leita ég gjarnan að stöðum þar sem ætið safnast saman eða röst myndast á vatninu. Þessir staðir geta t.d. verið þrengingar á milli skerja. Röstin þarna á milli virkar eins og einhverskonar trekt mót vindi eða straumi í vötnum.

Þegar steinar eða sker mynda svona þrengingar í vatni þjappast ætið saman á milli þeirra. Þetta hefur silungurinn lært með tímanum og oft eru bestu óðöl urriðans í grennd við svona staði. Silungurinn hagar sér ekkert ósvipað og í læk eða á, snýr trýninu upp í strauminn og hremmir ætið þegar það kemur úr trektinni.

Ég kem mér fyrir þannig að ég geti kastað fram fyrir silunginn og látið fluguna mína fljóta með strauminum í gegnum röstina, í ám er þetta kallað andstreymisveiði, en það er nú kannski ofraust að tala um straum í stöðuvatni. Ég verð bara að gæta mín að halda öllum slaka á línunni í lágmarki þannig að ég missi ekki af tökunni.

Í næsta fréttabréfi hefur heldur en ekki bætt í vindinn, fylgstu með.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com