Flýtileiðir

Rándýrið í vötnunum

Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Ég birti þessa grein hér til gamans, breyti í engu innihaldi hennar, flest af þessu eldist ágætlega.

Þegar líður á sumarið, haustið nálgast, þá breytast ýmsar áherslur í vötnunum. Fiskurinn fer aftur að éta einhverjar renglur og urriðanum hleypur kapp í kinn því bleikjan er farin að hópa sig við hrygningarstöðvarnar, roðnar á kviðnum og hættir síðan alveg að sýna flugunum mínum áhuga, nema þá Watson‘s Fancy með kúluhaus. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna, það er bara svona. Og svo dettur bleikjan í hrygninguna sjálfa og urriðinn verður alveg brjálaður. Hann hrygnir yfirleitt síðar og vill ólmur fita sig áður en eðlishvötin grípur hann. Það hefur bæst nýr réttur á matseðilinn hjá honum, hrogn. Bleikjunni tekst nefnilega ekki alltaf að grafa öll hrognin í botninn og urriðinn er eins og ryksuga á eftir þessu próteini.

Mér verður alltaf minnisstætt þegar veiðifélagi minn var í maðkahallæri og ákvað að prófa bleikjuhrogn á öngul. Hann tók tæplega 30 ljóngrimma urriða á örskömmum tíma rétt við bakkann á grynningum þar sem bleikjan hafði verið að snuddast skömmu áður. Fiskur á í hverju kasti og aldrei látið liggja nema í 10 – 20 sek. í einu. Að finna hrygningarstaði bleikjunnar, hitta á rétta tímann, þá er urriða von.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com