FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Ætið: Hornsíli

    30. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Hornsíli

    Hornsíli er lítill fiskur, oftast 4 – 8 sm að lengd. Hann er straumlínulagaður og er sverastur um miðjan bol. Hornsílið er algengt í ferskvatni á Íslandi og í sjó við strendur. Litur hornsíla er nokkuð breytilegur, alveg frá silfruðum yfir í blágræn, dökkna verulega á hrygningartímanum og hængarnir verða allt að því rauðir. Hrygning á sér stað að vori, í maí og júní þegar vatnshitinn hefur náð 6-8°C. Frá því ísa leysir og fram að þeim tíma er sílið ekki mikið á ferðinni, nema þá þegar næst er komið að hrygningu þegar hængurinn byrjar undirbúning hreiðurgerðar. Hornsílið er eini fiskurinn á og við Ísland sem gerir sér hreiður til hrygningar. Eggin klekjast á innan við viku til mánaðar, allt eftir hitastigi og súrefnismagni. Þar sem hornsílið er nánast ránfiskur í eggjum annarra fiska, má segja að skrattinn hitti ömmu sína þegar urriðanum og sílableikjunni bregður fyrir og gera sér hornsílin að góðu.

    Nytsemi hornsíla er afskaplega takmörkuð, nema þá fæða stærri fiska.

     

    Nobbler – orange
    Nobbler (olive)
    Nobbler – svartur
    Black Ghost
    Connemara Black
    Dentist

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Dægurfluga

    27. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Dægurfluga

    Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur vikum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla í eitt ár eða þar til vatnshiti hefur náð í það minnsta 6°C oft ekki fyrr en við 9°C. Þá skríður gyðlan á land og hálf-þroskast (unglingur) á um 24 klst. Þrátt fyrir að þessi einstaklingur hafi vængi, er hann ófleygur og nær ekki flugi fyrr en hann hefur náð fullum þroska við næstu hamskipti. Líftími fullvaxta flugu er mjög skammur, aðeins um sólarhringur. Flugan hefur mjúkan búk, þrískiptan með liðmörgu skotti. Stuttir fálmarar, aðeins eitt par vængja.

    Gyðlur flugunnar nærast eingöngu á plöntuleyfum, unglingurinn og flugan ekkert. Mökun á sér stað á flugi, verpir stökum eggjum í vatnið með því að dýfa afturbolum í yfirborðið örskamma stund. Flugan finnst um allt land.

     

    Héraeyra
    Pheasant Tail
    Gyðla dægurflugunnar

    Ummæli

    27.06.2012 – G. Hjálmar: Engin furða að Héraeyra og Pheasant Tail eru svona fengsælar, þær ná vel yfir skordýraflóruna. Ég hef ekki verið duglegur við að nota þær en það breytist hér með. Takk fyrir allan fróðleikinn!

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Steinfluga

    24. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Steinfluga

    Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur mánuðum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla allt þar til hún skríður á land og þroskast skömmu síðar í fullvaxta flugu. Fullvaxta fluga er ófleyg og heldur sig mest á vatnsbökkum eða þar til hún skríður aftur út á vatnið og verpir í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi (vatnshiti 4-6°C) og veðráttu. Dæmi eru til þess að varp hennar hefur ekki hafist fyrr en mjög síðla sumars ef vorkoma hefur brugðist.

    Flugan er meðalstór 4 -6 mm, frumstæður búkur með mjúkan bol. Fálmarar er langir, þráðlaga. Tvö pör vængja sem liggja flatir yfir afturbolnum, afturvængir breiðari en framvængir. Hausinn er ferkantaður, flugan sjálf flatvaxta í heild. Karlflugurnar eru allar dvergvaxnari heldur en kvendýrin. Gyðlan er yfirleitt dekkri en flugan sjálf, gljáandi með áberandi fálmurum.

    Gyðlurnar nærast að mestu á plöntuleyfum og halda sig gjarnan í möl og smásteinum á botni vatna og lækja. Flugurnar halda sig til hlés á landi eða allt þar til þær skríða aftur út á vatnið. Mökun á sér stað á landi, verpir stökum eggjum í yfirborð vatnsins þaðan sem þau sökkva til botns.

     

    Pheasant Tail
    Tailor
    Gyðla steinflugu

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Vorfluga

    21. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vorfluga

    Vorflugan tekur fullkominni myndbreytingu, þ.e. hún þroskar frá eggi til lirfu, frá lirfu til púpu og frá púpu til fullvaxta. Klak vorflugunnar á sér stað alveg frá því í mars og fram i október, þó ekki í lægri vatnshita heldur en 6 – 8°C að jafnaði. Egg klekjast skömmu eftir að þeim er orpið og lirfan tekur strax til við að byggja sér hylki úr plöntuleyfum og smásteinum. Lirfan étur lifandi og dauðar vatnaplöntur og þörunga. Þegar kemur að púpun skríður hún úr hylkinu og syndir oft á tíðum um í vatninu í nokkurn tíma og hefur þá tekið á sig nokkra mynd fullvaxta flugu. Þegar hún tekur síðasta stökkið yfir í fullvaxta einstakling hangir hún í vatnsskorpunni og umbreytist á skömmum tíma í flugu.

    Lirfur vorflugunnar má finna í vötnum og straumvatni á Íslandi allan ársins hring og hefur þannig stóran sess að skipa sem helsta fæða silungs. Hér á landi finnast 12 tegundir hennar að staðaldri, flestar grá- eða brúnleitar og ekki mjög áberandi.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Rykmý

    18. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Rykmý

    Á Íslandi hafa fundist yfir 80 tegundir rykmýs. Flugurnar eru næstum eins mismunandi að stærð, lögun og lit eins og tegundirnar eru margar. Karlflugurnar gera orðið allt að 1.5 sm að lengd, kvenflugurnar yfirleitt nokkuð minni. Líftími flugnanna sjálfra er frekar stuttur, aðeins nokkrir dagar þegar best lætur. Lirfa rykmýs nefnist blóðormur.Lirfurnar festa sig við botninn, oft í þéttum klösum og standa upp á endann í vatninu

    Alþekkt er að fyrsta klak mýflugna á sér stað snemma að vori þegar vatnshitinn hefur rétt skriðið upp fyrir 4°C og því eru þær oft fyrsta merki um líf að vori í vötnum landsins. Íslenska Toppflugan verður stærst rykmýs, nær allt að 2 sm. á lirfustigi og er gríðarlega mikilvæg fæða silungs hér á landi.

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Bitmý

    15. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Bitmý

    Á Íslandi finnast sex tegundir bitmýs. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að flugurnar eru smágerðar, dökkar og frambolurinn kreppist eilítið upp fyrir afturbolinn. Púpurnar líkjast flugunni meira heldur en lirfan sem eru töluvert stærri en fullvaxin fluga, allt að 1 sm. Lirfan er lík ormi, með haus og röð króka aftur eftir bolnum. Myndbreyting lirfunnar á sér stað í nokkurs konar kramarhúsi sem hún byggir sér.

    Lirfurnar festa sig við botninn, oft í þéttum klösum og standa upp á endann í vatninu. Myndbreyting hennar á sér stað í nokkurs konar kramarhúsi sem hún byggir sér.

    Alþekkt er að fyrsta klak mýflugna á sér stað snemma að vori þegar vatnshitinn hefur rétt skriðið upp fyrir 4°C og því eru þær oft fyrsta merki um líf að vori í vötnum landsins.

     

    Ummæli

    Nafnlaus ábending – 25.júní 2012: Frábær síða og kærar þakkir fyrir hana!

    Langaði aðeins að vekja athygli á að myndin af lirfunni er rykmýslirfa ekki bitmý. Þær eru ekki alltaf rauðar og í raun er þessi muskubrúni litur algengari en rauður. Googlaðu simulium vittatum (algengast bitmýstegundin hér) og þá ættirðu að finna myndir af lirfunni. Hún er yfirleitt ljósari að lit og þykkust um afturendann með mikla fálmara á höfðinu til að veiða fæðu. Mér hefur alltaf fundist héraeyra vera ein besta líkingin af bitmýi.

    Kristján: Já, nú hefur mér orðið fótaskortur á lyklaborðinu. Var að væflast með tvær myndir af lirfu rykmýsins, ekki viss hvora ég ætlaði að nota og hef greinilega feðrað aðra þeirra bitmýinu. Þegar þetta er skrifað hef ég leiðrétt þessi mistök mín og, eins og kemur fram í nafnlausu ábendinunni, sett Hérareyrað inn sem góða eftirlíkingu lirfunnar sem er svo sannanlega réttmætt. Kærar þakkir fyrir þessa ábendingu, það eru einmitt svona ábendingar sem ég hef grun um að mig hafi vantað á efni síðunnar, rétt vil ég hafa rétt.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 2 3 4 5
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar