
Á Íslandi hafa fundist yfir 80 tegundir rykmýs. Flugurnar eru næstum eins mismunandi að stærð, lögun og lit eins og tegundirnar eru margar. Karlflugurnar gera orðið allt að 1.5 sm að lengd, kvenflugurnar yfirleitt nokkuð minni. Líftími flugnanna sjálfra er frekar stuttur, aðeins nokkrir dagar þegar best lætur. Lirfa rykmýs nefnist blóðormur.Lirfurnar festa sig við botninn, oft í þéttum klösum og standa upp á endann í vatninu
Alþekkt er að fyrsta klak mýflugna á sér stað snemma að vori þegar vatnshitinn hefur rétt skriðið upp fyrir 4°C og því eru þær oft fyrsta merki um líf að vori í vötnum landsins. Íslenska Toppflugan verður stærst rykmýs, nær allt að 2 sm. á lirfustigi og er gríðarlega mikilvæg fæða silungs hér á landi.
Senda ábendingu