
Á Íslandi finnast sex tegundir bitmýs. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að flugurnar eru smágerðar, dökkar og frambolurinn kreppist eilítið upp fyrir afturbolinn. Púpurnar líkjast flugunni meira heldur en lirfan sem eru töluvert stærri en fullvaxin fluga, allt að 1 sm. Lirfan er lík ormi, með haus og röð króka aftur eftir bolnum. Myndbreyting lirfunnar á sér stað í nokkurs konar kramarhúsi sem hún byggir sér.
Lirfurnar festa sig við botninn, oft í þéttum klösum og standa upp á endann í vatninu. Myndbreyting hennar á sér stað í nokkurs konar kramarhúsi sem hún byggir sér.
Alþekkt er að fyrsta klak mýflugna á sér stað snemma að vori þegar vatnshitinn hefur rétt skriðið upp fyrir 4°C og því eru þær oft fyrsta merki um líf að vori í vötnum landsins.
Ummæli
Nafnlaus ábending – 25.júní 2012: Frábær síða og kærar þakkir fyrir hana!
Langaði aðeins að vekja athygli á að myndin af lirfunni er rykmýslirfa ekki bitmý. Þær eru ekki alltaf rauðar og í raun er þessi muskubrúni litur algengari en rauður. Googlaðu simulium vittatum (algengast bitmýstegundin hér) og þá ættirðu að finna myndir af lirfunni. Hún er yfirleitt ljósari að lit og þykkust um afturendann með mikla fálmara á höfðinu til að veiða fæðu. Mér hefur alltaf fundist héraeyra vera ein besta líkingin af bitmýi.
Kristján: Já, nú hefur mér orðið fótaskortur á lyklaborðinu. Var að væflast með tvær myndir af lirfu rykmýsins, ekki viss hvora ég ætlaði að nota og hef greinilega feðrað aðra þeirra bitmýinu. Þegar þetta er skrifað hef ég leiðrétt þessi mistök mín og, eins og kemur fram í nafnlausu ábendinunni, sett Hérareyrað inn sem góða eftirlíkingu lirfunnar sem er svo sannanlega réttmætt. Kærar þakkir fyrir þessa ábendingu, það eru einmitt svona ábendingar sem ég hef grun um að mig hafi vantað á efni síðunnar, rétt vil ég hafa rétt.
Senda ábendingu