
Vorflugan tekur fullkominni myndbreytingu, þ.e. hún þroskar frá eggi til lirfu, frá lirfu til púpu og frá púpu til fullvaxta. Klak vorflugunnar á sér stað alveg frá því í mars og fram i október, þó ekki í lægri vatnshita heldur en 6 – 8°C að jafnaði. Egg klekjast skömmu eftir að þeim er orpið og lirfan tekur strax til við að byggja sér hylki úr plöntuleyfum og smásteinum. Lirfan étur lifandi og dauðar vatnaplöntur og þörunga. Þegar kemur að púpun skríður hún úr hylkinu og syndir oft á tíðum um í vatninu í nokkurn tíma og hefur þá tekið á sig nokkra mynd fullvaxta flugu. Þegar hún tekur síðasta stökkið yfir í fullvaxta einstakling hangir hún í vatnsskorpunni og umbreytist á skömmum tíma í flugu.
Lirfur vorflugunnar má finna í vötnum og straumvatni á Íslandi allan ársins hring og hefur þannig stóran sess að skipa sem helsta fæða silungs. Hér á landi finnast 12 tegundir hennar að staðaldri, flestar grá- eða brúnleitar og ekki mjög áberandi.
Senda ábendingu