Ætið: Steinfluga

Steinfluga

Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur mánuðum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla allt þar til hún skríður á land og þroskast skömmu síðar í fullvaxta flugu. Fullvaxta fluga er ófleyg og heldur sig mest á vatnsbökkum eða þar til hún skríður aftur út á vatnið og verpir í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi (vatnshiti 4-6°C) og veðráttu. Dæmi eru til þess að varp hennar hefur ekki hafist fyrr en mjög síðla sumars ef vorkoma hefur brugðist.

Flugan er meðalstór 4 -6 mm, frumstæður búkur með mjúkan bol. Fálmarar er langir, þráðlaga. Tvö pör vængja sem liggja flatir yfir afturbolnum, afturvængir breiðari en framvængir. Hausinn er ferkantaður, flugan sjálf flatvaxta í heild. Karlflugurnar eru allar dvergvaxnari heldur en kvendýrin. Gyðlan er yfirleitt dekkri en flugan sjálf, gljáandi með áberandi fálmurum.

Gyðlurnar nærast að mestu á plöntuleyfum og halda sig gjarnan í möl og smásteinum á botni vatna og lækja. Flugurnar halda sig til hlés á landi eða allt þar til þær skríða aftur út á vatnið. Mökun á sér stað á landi, verpir stökum eggjum í yfirborð vatnsins þaðan sem þau sökkva til botns.

 

Pheasant Tail
Tailor
Gyðla steinflugu

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com