FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Ætið: Vatnabobbar

    9.júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnabobbi

    Vatnabobbi finnst nánast í öllum vötnum á Íslandi, í óteljandi stærðum og afbrigðum. Oftast eru skeljar bobbanna frá því að vera gulhvítar yfir í það að vera móbrúnar. Ekki er óalgengt að skeljarnar taki til sín lit úr umhverfinu, svo sem rauðleitan blæ úr mýrarrauða. Stærð vatnabobba er allt frá 5 mm og upp í 25 mm. Útbreiðsla vatnabobba innan einstaka vatn getur verið mjög mismunandi. Eitt vatn getur boðið upp á kjör aðstæður fyrir vatnabobba á miklu dýpi á meðan önnur virðast snauð af bobba nema í flæðarmálinu. Fræðingar virðast ekki vera á eitt sáttir um ástæður þessa þannig að væntanlega er best að skoða sig vel um við hvert vatn og velta varlega við einstaka steinum og skima eftir þeim.

     

    Killer
    Killer – svartur
    Watson’s Fancy
  • Ætið: Vatnaklukka

    6.júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnaklukka

    Aðeins ein tegund vatnaklukku hefur fundist um allt Ísland, séu Vestfirðirnir undanskildir. Fullorðin vatnaklukka lifir í lækjum, vötnum og tjörnum. Bæði lirfan og fullorðin klukkan lifa fyrst og fremst á gróðri. Fullorðin hefur vatnaklukkan fundist frá miðjum apríl og vel fram í ágúst.  Flest bendir til að varp eigi sér stað upp úr miðju sumri, júli og ágúst. Það sama á við um vatnaklukkuna og brunnklukkuna, ekki er vitað með vissu hve stóran sess hún skipar í fæðu silungs á Íslandi.

     

    Peacock
    Killer – svartur
  • Ætið: Brunnklukka

    3.júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Brunnklukka

    Fjórar tegundir af brunnklukkuætt finnast á Íslandi. Allar eiga þær það sameiginlegt að teljast til rándýra, bæði sem lirfur og sem klukkur. Brunnklukkan er mjög algeng um allt land og finnst í flestum vötnum, þó ekki ám og straumhörðum lækjum. Lirfa brunnklukkunnar nefnist vatnsköttur og finnast helst í júlí og ágúst. Fullvaxta klukkur finnast allt árið um kring.  Skoðanir eru mjög á reyki um það hve stóran sess klukkur skipa í fæðu fiska, en tæplega er hann þó stór þar sem viðkoma klukkna er ekki mikil í Íslenskum vötnum.

     

    Peacock
    Killer – svartur
  • Ætið: Hornsíli

    30.júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Hornsíli

    Hornsíli er lítill fiskur, oftast 4 – 8 sm að lengd. Hann er straumlínulagaður og er sverastur um miðjan bol. Hornsílið er algengt í ferskvatni á Íslandi og í sjó við strendur. Litur hornsíla er nokkuð breytilegur, alveg frá silfruðum yfir í blágræn, dökkna verulega á hrygningartímanum og hængarnir verða allt að því rauðir. Hrygning á sér stað að vori, í maí og júní þegar vatnshitinn hefur náð 6-8°C. Frá því ísa leysir og fram að þeim tíma er sílið ekki mikið á ferðinni, nema þá þegar næst er komið að hrygningu þegar hængurinn byrjar undirbúning hreiðurgerðar. Hornsílið er eini fiskurinn á og við Ísland sem gerir sér hreiður til hrygningar. Eggin klekjast á innan við viku til mánaðar, allt eftir hitastigi og súrefnismagni. Þar sem hornsílið er nánast ránfiskur í eggjum annarra fiska, má segja að skrattinn hitti ömmu sína þegar urriðanum og sílableikjunni bregður fyrir og gera sér hornsílin að góðu.

    Nytsemi hornsíla er afskaplega takmörkuð, nema þá fæða stærri fiska.

     

    Nobbler – orange
    Nobbler (olive)
    Nobbler – svartur
    Black Ghost
    Connemara Black
    Dentist
  • Ætið: Dægurfluga

    27.júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Dægurfluga

    Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur vikum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla í eitt ár eða þar til vatnshiti hefur náð í það minnsta 6°C oft ekki fyrr en við 9°C. Þá skríður gyðlan á land og hálf-þroskast (unglingur) á um 24 klst. Þrátt fyrir að þessi einstaklingur hafi vængi, er hann ófleygur og nær ekki flugi fyrr en hann hefur náð fullum þroska við næstu hamskipti. Líftími fullvaxta flugu er mjög skammur, aðeins um sólarhringur. Flugan hefur mjúkan búk, þrískiptan með liðmörgu skotti. Stuttir fálmarar, aðeins eitt par vængja.

    Gyðlur flugunnar nærast eingöngu á plöntuleyfum, unglingurinn og flugan ekkert. Mökun á sér stað á flugi, verpir stökum eggjum í vatnið með því að dýfa afturbolum í yfirborðið örskamma stund. Flugan finnst um allt land.

     

    Héraeyra
    Pheasant Tail
    Gyðla dægurflugunnar

    Ummæli

    27.06.2012 – G. Hjálmar: Engin furða að Héraeyra og Pheasant Tail eru svona fengsælar, þær ná vel yfir skordýraflóruna. Ég hef ekki verið duglegur við að nota þær en það breytist hér með. Takk fyrir allan fróðleikinn!

  • Ætið: Steinfluga

    24.júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Steinfluga

    Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur mánuðum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla allt þar til hún skríður á land og þroskast skömmu síðar í fullvaxta flugu. Fullvaxta fluga er ófleyg og heldur sig mest á vatnsbökkum eða þar til hún skríður aftur út á vatnið og verpir í mars og fram í maí, allt eftir hitastigi (vatnshiti 4-6°C) og veðráttu. Dæmi eru til þess að varp hennar hefur ekki hafist fyrr en mjög síðla sumars ef vorkoma hefur brugðist.

    Flugan er meðalstór 4 -6 mm, frumstæður búkur með mjúkan bol. Fálmarar er langir, þráðlaga. Tvö pör vængja sem liggja flatir yfir afturbolnum, afturvængir breiðari en framvængir. Hausinn er ferkantaður, flugan sjálf flatvaxta í heild. Karlflugurnar eru allar dvergvaxnari heldur en kvendýrin. Gyðlan er yfirleitt dekkri en flugan sjálf, gljáandi með áberandi fálmurum.

    Gyðlurnar nærast að mestu á plöntuleyfum og halda sig gjarnan í möl og smásteinum á botni vatna og lækja. Flugurnar halda sig til hlés á landi eða allt þar til þær skríða aftur út á vatnið. Mökun á sér stað á landi, verpir stökum eggjum í yfirborð vatnsins þaðan sem þau sökkva til botns.

     

    Pheasant Tail
    Tailor
    Gyðla steinflugu
«Fyrri síða
1 2 3 4
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar