
Vatnabobbi finnst nánast í öllum vötnum á Íslandi, í óteljandi stærðum og afbrigðum. Oftast eru skeljar bobbanna frá því að vera gulhvítar yfir í það að vera móbrúnar. Ekki er óalgengt að skeljarnar taki til sín lit úr umhverfinu, svo sem rauðleitan blæ úr mýrarrauða. Stærð vatnabobba er allt frá 5 mm og upp í 25 mm. Útbreiðsla vatnabobba innan einstaka vatn getur verið mjög mismunandi. Eitt vatn getur boðið upp á kjör aðstæður fyrir vatnabobba á miklu dýpi á meðan önnur virðast snauð af bobba nema í flæðarmálinu. Fræðingar virðast ekki vera á eitt sáttir um ástæður þessa þannig að væntanlega er best að skoða sig vel um við hvert vatn og velta varlega við einstaka steinum og skima eftir þeim.



Senda ábendingu