Ætið: Galdralöpp

Galdralöpp

Galdralöpp eða Galdraflugan er nokkuð útbreidd um landið norðan- og vestanvert. Flugan er stærst þriggja flugna af hármýsætt sem finnast á Íslandi. Lengd hennar er um 1 sm. og vænglengd rétt þar um bil sú sama. Hinar tvær flugurnar af hármýsætt sem finnast á Íslandi eru; Þerrifluga (Þerrilöpp) og Sóttarfluga (Sóttarlöpp) sem eru öllu minni og útbreiddari sunnanlands og austan. Veiðimenn taka oft feil á þessum tegundum, enda mjög áþekkar.

Galdraflugan er auðþekkt af rauðum fótunum sem hanga niður af henni á flugi og hefur útlit hennar skotið mörgum ungliðanum skelk í bringu þó hún sé í raun meinlítil mönnum þá mánuði sumars sem hún er á ferli, þ.e. frá júní og fram í september. Lirfur flugunnar finnast ekki í vötnum eins og t.d. rykmýs eða bitmýs. Þess í stað lifa þær í rökum jarðvegi, jafnvel innan um rotnandi jurtaleifar og oft þá í töluverðu magni á afmörkuðu svæði.

Alþekkt er að sveiflur í stofninum séu nokkrar, e.t.v. ekki á milli ára en vel merkjanlegar yfir lengri tíma. Þegar þetta er ritað (2012) virðist sem stofninn hér á landi sé í góðri uppsveiflu og oft krökkt af flugunni á vötnum norðan heiða og á Vestfjörðum.

Black Zulu
Bibio – Hopper
Black Gnat

Ummæli

24.11.2012 – Hilmar: Hér er Þurrfluguútgáfan:

mbk, Hilmar

Svar: Já, einmitt. Nú varstu aðeins á undan mér, er með færslu á döfinni þann 27. einmitt með þessari 🙂

25.11.2012 – Hilmar: Obbosí, afsakið það. Þér er alveg frjálst að ritskoða / eyða ummælum frá mér, svo ég sé nú ekki að eyðileggja fyrir þér heilu pistlana eða færslur.

mbk, Hilmar

Svar: Ekki hafa neinar áhyggjur, mér er miklu meira í mun að menn láti álit sitt í ljósi, komi með leiðréttingar og láti aðeins í sér heyra. Ef einhver rekur augun í sama eða svipað efni og ég hef gert, þá er það bara staðfesting fyrir mig á því að ég sé ekki þessi ‘Palli’ sem var einn í heiminum að grúska á flugubloggum 🙂

3 svör við “Ætið: Galdralöpp”

 1. Hilmar Avatar
  Hilmar

  Hér er Þurrfluguútgáfan: http://www.youtube.com/watch?v=TTF0h-hH9U4&feature=plcp

  mbk

  Hilmar

  Líkar við

 2. Avatar
  Nafnlaust

  obbosí, afsakið það, Þér er alveg frjálst að ritskoða / eyða ummælum frá mér, svo ég sé nú ekki að eyðileggja fyrir þér heilu pistlana eða færslur.

  mbk

  Hilmar

  Líkar við

 3. Bibio Hopper « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

  […] þegar kemur að því að leggja flugu fyrir silung síðla sumars þegar Bibio pomonae (Galdralöpp) missir flugið og hlussast niður á […]

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com