Síðasta veiðivatn vikunnar er heimavatn þeirra sem gista Veiðivötn, Tjaldvatn. Allar upplýsingar um vatnið má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan.

Líkur hér með upptalningu veiðivatna á Landmannaafrétti og þá eru flest öll þeirra komin hér á vefinn, ekki aðeins þau sem finnast á Veiðivatnasvæðinu heldur og þau sem liggja sunnan Tungnaár, s.k. Framvötn.
Kortið af Tjaldvatni er kort nr. 80 sem ég hef teiknað eftir loftmyndum af veiðivötnum á Íslandi og sett hér á vefinn ásamt upplýsingum um álitlegar flugur sem gefið hafa. Næstu vikur munu leiða í ljós hvort fleiri vötn bætist í flóruna, af nógu er að taka, en það eru víst bara 24 klst. í hverjum sólarhring og þar af tekur vinna og önnur störf sinn skammt. Öll vötnin 80 má vitaskuld nálgast hér á síðunni auk yfirlita yfir nokkur vatnasvæði, s.s. Skagaheiði, Veiðivötn og Framvötn.
Senda ábendingu