Kleifarvatn

Fyrirtaks skreppi-vatn fyrir höfuðborgarbúa sem geymir marga góða veiðistaði. Vatnið er í 135 m.y.s. og er skráð 9,1 ferkílómetrar að flatarmáli. Meðaldýpt er 29,1m en allar þessar tölur hafa rokkað verulega til eftir skjálftana árið 2000.

Upphaf ræktunar vatnsins má rekja til ársins 1954 þegar 15.000 bleikjuseiðum var sleppt í vatnið ásamt bleikjum sem voru veiddar úr Hlíðarvatni í Selvogi. Síðar var urriða einnig sleppt í vatnið í nokkru mæli.

Eins og af mörgum öðrum vötnum á Íslandi fer það orð af Kleifarvatni að annað hvor ná menn vatninu, eða ekki. Þetta vatn átti lengi vel þann heiður að hafa gefið mér stærstu bleikju sem ég hef veitt á flugu, 4 pund.

Sumarið 2012 var mikið rætt um stófeldan dauða fiskjar í vatninu og mörg stór orð voru látin falla um ‘dauðan fisk um allt vatn’ og mikið dró úr ásókn veiðimanna í vatnið og þar hrundu aflatölur. Rétt er að nokkur dauði varð í vatninu, hver sem orsök þess nú var, en engin ástæða er til að halda því fram að allur fiskur í vatninu sé dauður.

Þeir sem lögðu leið sína í vatnið 2014 fengu ágætis afla, fiskurinn var vænn og ekkert virtist ama að þeim fiski sem gafst og undanfarin sumur virðast hafa gefið ágætlega þeim sem vatnið stunda.

Tenglar

Flugur

Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (rauður)
Black Ghost
Pheasant Tail
Peacock
Buzzer
Krókurinn
Copper John
Alma Rún
Watson’s Fancy

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com