
Copper John
Þessi fluga er hönnuð af Bandaríkamanninum John Barr og eins og margar aðrar flugur í gegnum tíðina,var hún skýrð í höfuðið á höfundinum.
Í sjálfu sér er þessi fluga ekkert sérstaklega ólík öðrum kopar-vír flugum sem stungið hafa upp kollinum, en einhverra hluta vegna hefur hún skapað sér varanlegan sess í boxum veiðimanna.
Ekki óalgengt að menn laumi nokkrum vöfum af blýþræði undir thorax’inn til að auka aðeins á þyngdina. Þannig þyngd hefur hún komið mörgum veiðimanninum vel þegar koma þarf flugu vel niður í straum.
Öngull: Hefðbundin 10-14
Haus: Gullkúla
Þráður: Brúnn 8/0
Skott: Brúnar gæsa biots
Búkur: Koparvír, hæfilega fíngerður
Kragi: Peacock eða jafnvel Peacock Ice Dub
Vængir: Ljósbrúnar hænufjaðrir
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Stærðir 10-14 | Stærðir 10-14 |
Frá theflyfisher.com