Smellið á kort fyrir fulla stærð

Herbjarnarfellsvatn er skammt vestan Landmannahellis og er vel fært að vatninu fyrir alla þokkalega vel búna bíla. Vatnið er í 625 metra hæð í fallegri skál undir Herbjarnarfelli og áætlað hefur verið að það sé um 1 km2 að flatarmáli.

Aldrei hefur farið miklum sögum af aflabrögðum í þessu vatni, en þar með er alls ekki sagt að þar megi ekki gera góða veiði. Eingöngu er urriði í vatninu, væntanlega afkomendur fiska sem sleppt var í vatnið árið 1967. Flestir fiskar sem komið hafa á land hin síðari ár hafa verið rétt um pundið, en innan um hafa eflaust leynst stærri fiskar. Sögur hafa gengið af stórum fiski þar á sveimi, en sjálfur hef ég sótt þangað fiska á bilinu eitt til rúmlega tvö pund. Ég þekki aftur á móti vel til veiðikonu sem fékk svo öfluga töku í vatninu að hún skaut henni verulegum skelk í bringu og víst var að þar var stærri fiskur á ferð. Því miður náðist umræddur töku-urriði ekki á land þessu til sönnunar.

Með hliðsjón af staðsetningu, nálægð við tjaldsvæðið við Landmannahelli og því að þarna er fisks að vænta, þori ég alveg að mæla með því að menn prófi þetta vatn, því hefur ekki verið ofgert hin síðari ár, hverju sem það nú sætir.

Þess ber að geta að á nokkrum kortum er sýndur slóði frá bílastæðinu og inn með vatninu að austan og að Löðmundarvatni. Þessi slóði eru ekki akvegur, hér hafa kortameistarar farið hamförum og teiknað gönguleiðir sem akvegi.

fos_div

Kort
Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
Bæklingur
Bæklingur
Framvötn
Veiði
Veiði 2016
Veiði
Veiði 2014
Veiði
Veiði 2013
Veiði
Veiði 2012
Veiði
Veiði 2011
Veiði
Veiði 2010
Veiðivötn
Veiðivötn
Landm.laugar
Landm.laugar

fos_div

Kibbi: Ágúst
Peacock
Nobbler – Svartur
Nobbler – orange