FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Hausaveiðar

    5. júní 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Hver kannast ekki við eftir nokkur köst með nýrri flugu að hausinn á henni fer að láta á sjá, jafnvel rakna upp? Í verstu tilfellunum var eins og kötturinn hefði gripið fluguna og tætta af henni vængi og kinnar. Þannig var því nokkuð farið með mig í það minnsta þegar ég var að byrja fluguveiði. Fyrst í stað fannst mér líklegast að ég væri að ofbjóða flugunum, sérstaklega þeim ódýrari sem ég keypti, en síðar fór ég aðeins að skoða betur hvernig fráganginum á hausnum á þeim væri háttað.
    Oftar en ekki var lakkið sparað og jafnvel stóðu endar lélegra hnúta út úr. Þegar ég svo fór að hnýta sjálfur, var kominn upp á lagið með alvöru endahnút, staðsetti hann rétt á hausnum (aftast) og lakkaði gaumgæfilega yfir, þá fóru flugurnar mínar að endast betur. Með tíð og tíma náði ég síðan lagi með fínni hnýtingarþráð og þá smækkuðu hausarnir enn meira og auðveldara var að ná þéttu yfirborði á þá með færri umferðum lakks.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Línan

    26. maí 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Sumir hafa kallað þetta frumskóg, aðrir nammiland en ég hef hingað til viljað halda mig við KISS (keep it simple stupid) og hef því nánast eingöngu notast við framþungar flotlínur (WF-F) og lítið hirt um að skoða eða prófa aðrar gerðir. En, með nýrri stöng sem ég eignaðist fyrir skömmu neyddist ég til að kynna mér úrvalið af línum. Ég hef einhverja áráttu fyrir litlum og nettum hjólum þannig að það eina sem ég lagði af stað með var; hún verður að vera ómynnug.

    Þar sem ég er enginn sérfræðingur í línum varð ég að leita út fyrir eigin þekkingu. Auðvitað hefði ég getað smellt inn spurningu á veiðiblogg eða lesið mér til í þeim urmul greina um línur og línuval sem er að finna á netinu en þá hefði ég vel getað endað með fleiri ‘góða kosti’ en kortið mitt leyfir og verið jafn ráðviltur eftir sem áður. Þótt það stríði gegn eðlinu (eins og spyrja til vegar, rammviltur í einhverjum útnára Noregs) þá tók ég þann kostinn að leita til eins aðila sem ég veit að stundar svipuð vötn og ég og spyrja hann allra mögulegra og ómögulegra spurninga. Á endanum tókst honum að vekja hjá mér áhuga á að prófa eitthvað umfram ‘ómynnugu’ WF-F línuna sem ég ætlaði mér upphaflega að kaupa. Þannig er það að ég er núna kominn með fullklædda létta 9′ stöng með granna WF5-F línu og á aukaspóluna sættist ég á að setja WF4F/S3 með 12′ sökkenda.

    Inntakið er; Ef við erum í vafa, finnum okkur aðila sem við getum samsvarað okkur við og spurt ráða. Þessi aðili getur verið vinur, starfsmaður í veiðibúð eða hver sem við berum traust til, svo lengi sem við höfum nokkra vissu fyrir því að hann hafi reynslu af því sem við viljum prófa.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lögun og litur

    14. maí 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    „Match the Hatch“ er enskur frasi sem hefur öðlast nokkuð víðtæka merkingu hjá veiðimönnum með tíð og tíma. Upphaflega var átt við þegar veiðimaður samsvaraði flugnaval sitt við yfirstandandi klak skordýra. Í seinni tíð hefur þessi frasi einnig og þá jafnvel heldur verið notaður yfir úttekt á allri mögulegri fæðu fisksins á hverjum tíma, alveg óháð því hvort eitthvert klak er í gangi eða ekki.

    Í dag gefa menn gaum að lífríkinu, hitastigi vatnsins, árstíð og jafnvel tíma dags þegar flugan er valin. En oft dugir ekkert af þessu til, því fiskurinn getur skipt um æti eins snögglega og hendi er veifað. Í miðju klaki getur silungurinn skyndilega tekið upp á því að hætta að eltast við æti á yfirborðinu, leitað til botns og úðað í sig lirfum. Þá reynir á eftirtekt og úrræði veiðimannsins.

    Lögun skordýra er auðvitað mismunandi á lirfu-, púpu- og fullvaxtastigi, en með því að velja flugu sem kemst nógu nálægt lögun þess skordýrs sem fiskurinn er að éta í það og það skiptið, getum við stórlega aukið möguleika okkar á töku.

    Lögunin er eitt, stærðin er annað. Þegar löguninni er náð getur stærðin beinlínis þvælst fyrir fiskinum. Ef við yfirskjótum stærðina þá eru minni vonir til að fiskurinn taki heldur en ef við undirskjótum. Hjá silunginum er ekkert til sem heitir Stækkaðu skammtinn þinn eins og hjá okkur. Hann álítur sig ekkert sérstaklega heppinn þegar Pheasant Tail nr.8 skoppar framhjá honum þegar allar hinar sem hann var að enda við að éta voru í stærð 12 eða 14, hann einfaldlega lítur ekki við henni.

    Litur flugunnar er síðan enn eitt atriðið sem getur, takið eftir getur skipt máli. Að mínu mati þurfum við ekki að ná nákvæmlega sama lit. Svipaður tónn, jafnvel aðeins líkindi duga oft til. Ég hengi mig svolítið á það að silungur skynjar sömu grunnlitina og við, en aðeins 1/8 af þeim litatónum sem við greinum. Þessu til viðbótar hefur birtustig í vatni mikil áhrif á litaskyn fiskjar, litir dofna í minni birtu, verða nánast brún- eða grátónar.

    Og til að byggja valið okkar á flugu á einhverju áþreyfanlegu getum við velt við steinum, gaumgæft vatnsflötinn eða jafnvel rótað í botninum og veitt smádýr í flugnanetið okkar. En öruggasta leiðin til að sjá hvað fiskurinn er að éta er auðvitað að ná einum og skoða í kok hans og maga. Munið bara að bíða ekki of lengi með að ná sýnishorni, meltingarvökvi og súrefni geta verið mjög fljót að breyta ásýnd fæðunnar. Það er frægt kommentið Mývetningsins; Silungur étur ekki blóðorm, en mikið af svartri kássu. Því er nú þannig farið að skordýr sem innihalda hátt hlutfall blóðrauða til að lifa af kaldan veturinn eru mjög fljót að dökkna fyrir áhrif súrefnis og því finnum við sjaldnar rauðan blóðorm í koki eða maga silungs.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Týpur og aðferðir

    8. maí 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Í grunninn erum við alltaf að tala um fjórar tegundir flugna; púpur, votflugur, þurrflugur og straumflugur þó skilin á milli þeirra séu nokkuð föl á köflum. Þegar ég var að byrja fluguveiðar vöfðust svolítið fyrir mér allir frasarnir og týpurnar sem var að finna í bókum, á netinu og manna í millum. Til að einfalda mér málið tók ég þann pól í hæðina að horfa á flóruna í fjórum flokkum eftir því hvernig við veiðum fluguna. Svei mér ef ég heyri ekki strax einhver fussa og sveia mér fyrir einfeldnina, en svona lít ég á dæmið:

    • Púpuveiðar snúast um að veiða við botninn með flugum sem eiga að líkja eftir skordýrum á púpu- og lirfustigi. Oftar en ekki er um þyngdar flugur að ræða eða léttari sem veiddar eru með eða án sökktaums.
    • Veiðar með votflugu hafa látið töluvert undan síga í samkeppninni við púpurnar hvað vinsældir varðar, en virðast þær þó vera að sækja í sig veðrið eftir nokkur mögur ár. Votfluga á að líkja eftir skordýri sem hefur eða er við það að klekjast út rétt undir eða við yfirborð vatnsins.
    • Að veiða með þurrflugu heldur ennþá velli sem vinsælasta aðferðin við fluguveiðar ef eitthvað er að marka svo kölluð gentleman’s flugublogg. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð meira var við púpu- og straumfluguveiðar heldur en þurrflugurnar sem eiga að líkja eftir fullvaxta skordýrum á yfirborði vatnsins.
    • Straumflugur eru afskaplega víðfeðmur flokkur sem í flestum tilfellum líkir eftir syndandi fæðu fisksins eða akkúrat engu sem finnst í náttúrunni og er eingöngu hannað til að vekja forvitni fisksins. Léttar, þungar, daufar og litríkar sem eru veiddar á öllu dýpi, allt frá botni og upp að yfirborði vatnsins.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Undan vindi

    2. maí 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Eins og við þekkjum ágætlega hérna á Íslandi, þá getur lognið ferðast misjafnlega hratt yfir. Að veiða á móti vindi er vel þekkt og gjöfult þegar vatnið og vindurinn hafa borið með sér æti upp að bakkanum og þar með fiskinn sem við erum að eltast við. En þegar lognið er orðið ærandi og öll okkar ráð til að koma flugunni út með þokkalega árangursríkum hætti hafa brugðist, þá leggur margur veiðimaðurinn árarnar í bát og tekur fram kaffibrúsann í stað flugunnar. En, það er e.t.v. ekki alltaf ástæða til.

    Í smærri vötnum og þar sem vindur hefur umtalsverð áhrif á umhverfingu yfirborðsins á móti þyngra vatni á botninum, þá getur veiði undan vindi verið alveg eins spennandi. Þegar vindurinn hefur náð að mynda hringstreymi á milli yfirborðs og botns, nær dýpri straumurinn að róta upp æti við bakkann hlé megin, ekki ósvipað og gerist á yfirborðinu áveðurs. Botnstraumurinn er að öllu jöfnu þyngri heldur en aldan á yfirborðinu. Hans gætir því ekki eins fljótt og öldunnar, en varir þeim mun lengur eftir að lægir. Þannig er það að bakkinn undan vindi gefur oft ágætlega eftir goluþytinn þar sem gruggið (ætið) er lengur að setjast þeim megin í vatninu og veiði því oft með ágætum á þeim slóðum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Froðusnakk

    28. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Froða á yfirborði vatns, hvort heldur í straumi eða á lygnu getur gefið okkur töluverðar upplýsingar ásamt því að aðstoða okkur við veiðarnar.

    Þar sem froða flýtur í straumi getum við verið nokkuð viss um að ætið flýtur á svipuðum slóðum. Froða á vatni ber með sér ógrynni lífvera sem silungurinn sækir í og við ættum ekki að láta fram hjá okkur fara. Oftar en ekki gefa litlar þurrflugur eða léttar púpur sé þeim kastað í eða við froðuna. Það sama á við um froðu sem berst með straumi auk þess sem hún segir okkur til um hvar aðal straumur árinnar/lækjarins liggur og hjálpar okkur þannig að stemma ‚drift‘ flugunnar við hraða straumsins og ná þannig eðlilegum hraða á fluguna.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 132 133 134 135 136 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar