Flýtileiðir

Draugagangur

Vindhnútar og svipusmellir í framkasti eru eins og draugar sem fylgja fluguveiðimanninum. En draugar þurfa ekki alltaf að vera okkur til ama. Ef við viljum ekki í sífellu vera að snúa okkur úr hálsliðnum til að fylgjast með línunni í bakkastinu getum við framkallað draug með því að telja (í hljóði) frá því við hefjum framkastið og þangað til línan hefur rétt fyllilega úr sér. Ef við teljum upp á nýtt í bakkastinu og höldum í okkur þar til sömu tölu er náð, þá finnum við fyrir drauginum taka örlítið í stöngina okkar. Þessi draugur er að segja okkur að línan hefur rétt úr sér og okkur sé óhætt að hefja framkastið með mun minni líkum á vindhnút eða svipusmelli. Með tíð og tíma hættum við að telja en höldum áfram að finna fyrir drauginum. Galdurinn er að það tekur línuna jafn langan, stundum lengri tíma að rétta úr sér í bakkastinu eins og í framkastinu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com