Flýtileiðir

..gættu þinna handa

Lyktarskyn okkar er mismunandi, alveg óháð því hvort okkur þykir einhver ákveðin lykt góð eða slæm. Ég sjálfur t.d. forðast þrjár deildir í stórmörkuðum; snyrtivörurnar, þvottaefnin og ilmkertin, sný snarlega við og kíki í kjötborðið eða nammilandið. Að þessu leiti er ég ekkert ólíkur silunginum. Þegar við förum til veiða, hvort heldur í á eða í stöðuvatni eru nokkur atriði sem við ættum að hafa í huga og stilla okkur um að nota. Öll lykt af gerviefnum; línuhreinsiefnum, lími (t.d. epoxíð), ilmvatni, sápu, rakspíra og taumýki gera lítið annað vara silunginn við því að einhver aðskotahlutur er á ferli í vatninu. Lyktarskyn fiska er töluvert næmara okkar og til að nálgast upplifun silungsins þyrftum við bæði að þefa og smakka á því sem við ætlum að dýfa í vatnið til að vera viss um að ofbjóða ekki fiskinum. Öll ertandi lykt eða bragð eru ávísun á það að fiskurinn snúi upp á sig og syndi í öfuga átt, verum spör á rakspírann og ilmvatnið í veiðiferðunum og notum lyktarlausan handáburð ef línubruninn er alveg að gera út af við okkur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com