FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Upphengja

    6. desember 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Auðvitað á fluguhnýtarinn að hafa röð og reglu á hlutunum, það einfaldar verulega leitina að réttu verkfærunum. Eitt áhald þarf í það minnsta að vera alltaf á sínum stað og það eru skærin. Til að geta alltaf gengið að uppáhalds skærunum mínum þá er ég með smá segulstál á væsinum þar sem skærin eiga heima. Ég veit af þeim þarna, þarf ekki að sleppa augunum af flugunni og einfalt að skila þeim til baka. Bónusinn er síðan sá að þegar þau hafa hangið þarna í smá tíma eru þau sjálf orðin hæfilega mögnuð til að ég geti notað þau til að veiða einn og einn öngul upp úr boxinu fyrir næstu flugu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins II

    3. desember 2011
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Þú missir af fjölda fiska

    Einn besti leiðsögumaður í Colorado, Jeremy Hyatt prófaði púpuveiði með tökuvara. Ég sá hvar fiskurinn sogaði púpuna upp í sig og spítti henni aftur út úr sér eins og sólblómafræi. Hyatt sá aldrei hreyfingu á tökuvaranum, hvað þá að hann fyndi tökuna sjálfa. Hið fullkomna ‚dauða rek‘ þar sem púpan flýtur í vatninu án nokkurra áhrifa frá línu eða taum varð til þess að fleiri fiskar tóku en mistökum fjölgaði vegna slakans á línunni. Jafnvel bestu veiðimenn missa af meira en helmingi allra taka.

    Upp á grínið fékk ég félaga minn, Antony Bartkowski til að kasta alveg skv. bókinni, vippa eftir kúnstarinnar reglum, en telja síðan aðeins upp að þremur og reisa þá stöngina eins og hann hefði fengið töku. Og viti menn, hann veiddi nokkra urriða með þessum hætti. Næst prófuðum við afbrigði af evrópskri púpuveiði. Veiðimaðurinn notar mikið þyngdar púpur, kastar beint upp í strauminn og beinlínis dregur fluguna niður ánna. Ég sá færri tökur, en veiddum fiskum fjölgaði.

    Hvor er þá betri; brúnn eða bleikur? Góð málamiðlun væri að geta notað dautt rek, en með meiri tilfinningu fyrir ör-tökunum sem venjulega fara framhjá okkur.

    Kirk Deeter

    Kirk Deeter er ekki aðeins ritstjóri Field & Stream heldur og prýðilegur rithöfundur. Ein mest umtala handbók veiðimanna hin síðari ár The Little Red Book of Fly Fishing sem hann skrifaði í samvinnu við Charlie Meyers hefur vermt toppinn á öllum helstu vinsældalistum veiðimanna frá því hún kom út á síðasta ári, skildulesning veiðimanna.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Íspinnar

    30. nóvember 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Nú er lag að skreppa út í búð og slá tvær flugur í einu höggi; kaupa sér einhvern gómsætan íspinna og útbúa sér síðan þjöl / rasp til að framleiða og ýfa dub’ið í flugurnar. Það er óðs-manns æði að eiga öll litbrigði og grófleika dub’efnis fyrir fluguhnýtingarnar og því getur komið sér vel að geta kíkt í prjónakörfuna og næla sér í al-íslenska ull eða erlent gerfiefni. Með svona áhaldi, sem er útbúið úr íspinnaspýtu og álímdum sandpappír er tiltölulega einfalt að verða sér úti um öll möguleg afbrigði dub’efnis. Eins er frábært að hafa þetta við hendina þegar kemur að því að ýfa dub’ið aðeins þegar það er komið á fluguna. Mínir pinnar eru með sandpappír #120 öðru megin en #80 hinu megin, það er líka fínt að hafa það gróft.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Þurrt eða blautt

    27. nóvember 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Nýlega las ég áhugaverða grein um samanburð fluguveiði með þurrflugu og púpum. Án þess endilega að taka undir það álit höfundar að púpuveiði sé langerfiðasta afbrigði fluguveiði, þá hafði hann nokkuð til síns máls þegar hann benti á þá staðreynd að veiði með þurrflugu ætti sér stað í tvívídd, þ.e. á yfirborði vatnsins í lágréttu plani á meðan púpuveiði væri í þrívídd þar sem dýpið bætist við sem þriðja víddin.

    Það tók sjálfan mig nokkurn tíma að ná tökum á þriðju víddinni og ná að stilla mig, eða öllu heldur fluguna af í réttu dýpi. Þyngdar púpur, mikið þyngdar púpur og svo hægsökkvandi línur eða taumar (sem ég er enn ekki kominn upp á lagið með). Það tók mig síðan enn lengri tíma að ráða bót á enn öðru sem aðskilur þurrflugu- og púpuveiði, nefnilega blindunni. Þegar maður veiðir á yfirborðinu liggur bráðin svolítið í okkar heimi, við sjáum skordýrin á vatninu og getum valið okkur flugu eftir þeim. En þessu er ekki til að dreifa þegar kemur að púpuveiðinni. Við sjáum í fæstum tilfellum það sem fiskurinn er að éta rétt undir yfirborðinu eða á botninum. Til að ráða bót á þessu þurfum við að þekkja örlítið til aðstæðna í það og það skiptið, á hvaða stigi skordýrin eru og hvar þau leynast, í það minnsta þar til fyrsti fiskur er kominn á land og við getum skoðað magainnihald hans.

    Svo er auðvitað enn eitt sem skilur þessar tvær aðferðir frá hvor annarri; fórnarkostnaðurinn. Á meðan þurrflugumaðurinn getur átt sér sína uppáhalds flugu í langan, langan, mjög langan tíma þá eiga púpurnar það til að festar í botninum og ekkert annað fyrir veiðimanninn að gera en að slíta. Það eru beinlínis margar púpur sem eiga að líkja svo eftir skordýrum á botni vatnsins að þær verður að veiða eins og botnvörpu og þá mega nú ekki margir steinar vera í veginum svo maður festi ekki stöku sinnum. Það er haft eftir reynsluboltum; Ef hún skrapar ekki botninn, þá ertu ekki að veiða nógu djúpt. Það má nú vera meiri þurrflugan sem skrapar botninn.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins I

    24. nóvember 2011
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Einhver besta grein sem ég hef rekist á um hegðun silungs undir áreiti veiðimanns birtist í tímaritinu Field & Stream árið 2007. Höfundur greinarinnar, ritstjórinn Kirk Deeter ásamt félögum sínum tók sig til og kannaði í eins mikilli nálægð og unnt var, hvernig silungurinn hagar sér í vatninu á meðan við stöndum á bakkanum og reynum að fanga hann á flugurnar okkar. Svo frábærar fundust mér þessar greinar að ég setti mig í samband við Kirk og fékk leyfi hans til að þýða greinina og birta hér á blogginu hjá mér. Afraksturinn birtist hér og svo næstu 9 vikur.

    „Ég er 6 feta árásargjarn urriði, lúri við botninn í South Platter ánni í Colorado. Vatnið er frábært, ekki of mikið og ekki of lítið, 9°C og silfurtært. Ég held kyrru fyrir með hinum silungunum og fylgist með pöddunum fljóta hjá. Eina þeirra rekur framhjá rétt við hausinn á mér. Ég sný mér til að virða hana betur fyrir mér og….. húkkaður. Ég syndi upp að yfirborðinu og hræki út úr mér agninu. „Fjárinn Bruce, þú kræktir í mig aftur.“ Ég er að kanna hvernig silungurinn hagar sér og hvað hann gerir undir yfirborði árinnar. Og besta leiðin til að komast að þessu er, held ég, að taka á mig líki fisksins þannig að ég tók fram köfunargræjurnar og stökk útí. Þetta er það sem ég lærði:“

    Falsköst rústa veiðinni

    Mér tókst að renna mér út í strauminn án þess að styggja einn einasta silung. Þér létu sig loftbólurnar engu skipta, svo fremi ég hreyfði mig rólega. En um leið og Tom Romano ljósmyndari færði myndavélabómuna, jafnvel hægt og rólega yfir vatnsfletinum, þá hörfuðu fiskarnir í angist. Á einum tímapunkti bar skugga á vatnsflötinn og ég horfði á fiskana sökkva sér niður á milli steinanna á botninum. Þegar ég kom upp á yfirborðið spurði ég hvað hefði komið fyrir og strákarnir sögðu mér að bláhegri hefði flogið yfir ánna.

    Þessu til áréttingar fylgdist ég með félaga mínum, Bruce Mardick taka nokkur falsköst yfir fiskinum. Þegar hann slæmdi línunni fram og til baka, beinlínis trylltust silungarnir og földu sig undir gagnstæðum bakka árinnar. Eftir að hafa leyft fiskinum að jafna sig, byrjaði hann aftur en nú með færri falsköstum, jafnvel veltiköstum sem ekki virtust fæla fiskinn. Niðurstaða: þú færð séns á einu, kannski tveimur falsköstum áður en fiskurinn verður var við þig. Reyndu að halda köstunum aftan við eða til hliðar við fiskinn, leyfðu aðeins síðasta falskastinu að beinast að fiskinum sjálfum.

    Kirk Deeter

    Þess má síðan geta að þeir félagar, Kirk Deeter og Tom Romano ritstýra einnig veftímaritinu Angling Trade þar sem finna má ýmsar ágætis greinar, alveg þess vert að gerast áskrifandi, ókeypis.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Augað í pung

    21. nóvember 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Þegar annað augað er dregið í pung hlýtur sjónin að skerðast um helming sem er slæmt mál ef maður er eineygður eins og öngull. Ekki draga það of lengi að hreinsa flugulakkið úr auganu ef þú hefur slysast til að lakka í það. Jafnvel besti úrsnarari nær ekki að hreinsa augað ef lakkið hefur náð að fullharðna og þeir geta skilið eftir örlitlar leifar lakks sem geta auðveldlega slitið eða marið taumaenda þegar síst skildi. Annar ókostur úrsnarar er að þeir eiga það til að særa haus flugunnar, jafnvel svo að hann raknar upp og þá eru dagar flugunnar taldir.

    Einfalt ráð til að þrífa lakk úr auga er að þræða ‚ljótu‘ fjöðrina (hackle) sem finnst í öllum pakkningum í gegnum augað strax og hausinn hefur verið lakkaður.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 125 126 127 128 129 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar