Grannir taumar eru ekki ‘möst’
Ég mun aldrei nota 6X eða grennri taum oftar. Í það minnsta ekki í straumvatni og alveg örugglega ekki í púpuveiði. Ég horfði á fisk renna jafnt á stórar flugur í sverum taum eins og litlu flugurnar í grönnum taum. Sjálfur sá ég 6X tauminn alveg eins augljóst og 3X. Allt í góðu, ég er ekki fiskur (aðeins blaðamaður sem þykist vera einn þeirra), en ég held að þetta skipti silunginn meira máli. Þetta reyndist í það minnsta tilfellið þegar áinn bar línuna, segjum eitt fet á sekúndu. Þú getur alveg nýtt kosti þess að vera með sterkari taum.
Kirk Deeter
Og enn heldur Kirk Deeter áfram og tók hér fyrir tauma og hvernig þeir koma fiskinum fyrir sjónir. Hér skilur kannski aðeins meira á milli vatnaveiði og veiði í ám, því þar sem vatn er kyrrt og tært er fiskurinn væntanlega taumstyggari heldur en í rennandi vatni.
Senda ábendingu