FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Öryggið á oddinn

    1. mars 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Nú er þessi tími ársins þegar fingurgómarnir verða allir útstungnir og skrámur og rispur hér og þar. Nei, ég er ekki að tala um tannaför fiska eftir að hafa losað fluguna úr þeim, heldur þá ónáttúru mína að flækja fingrunum í öngulinn þegar ég er t.d. að ganga frá hringvafinni fjöður á flugu. En, það er til einfalt ráð við þessu og það er að hafa við hendina ‘Tubing’ slöngu t.d. Ultra Lace 1mm, klippa smá bút af henni og þræða upp á öngulinn þegar kemur að hættulegasta augnablikinu. Setjum öryggið á oddinn, það getur sparað margt ergelsið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Línulitur

    24. febrúar 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar kemur að því að velja flugulínu eru margir sem halda fast í litinn ‚sinn‘ og þá helst þegar um er að ræða flotlínur. Sjálfur var ég til að byrja með á því að línan ætti að vera græn eða grágræn, falla inn í litbrigði vatnsins. Með aukinni reynslu hef ég leyft mér að skipta um skoðun og vel núna lit sem ég sjálfur sé vel því fiskurinn verður alveg eins var við línu í felulit og þá sem er skærlit og áberandi. Viljandi skrifaði ég verður var við línuna því fiskurinn sér hana yfirleitt ekki heldur aðeins skugga hennar í vatninu eða á botninum. Snögg hreyfing línu á yfirborðinu hefur mun meiri áhrif til fælingar vegna skuggans heldur en gáruarnar sem hún framkallar.

    Um sökklínur gilda aðeins aðrar reglur, í það minnsta hjá mér. Þar sem slíkar línur skerast niður í yfirráðasvæði fisksins vill ég að litur hennar samlagist vatninu eins vel og unnt er. Það er frekar auðvelt að fullnægja þessum dyntum þar sem framleiðendur senda sjaldnast frá sér sökklínur í öðrum litum en þeim sem felast vel í vatni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins X

    18. febrúar 2012
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Rekið skiptir mestu

    Spyrðu leiðsögumanninn „Hvað eru þeir að éta?“ og hann svarar líklega „Dautt rek“. Ef flugurnar þínar eru dregnar áfram af línunni mun silungurinn ekki aðeins fúlsa við þeim heldur beinlínis synda burt. Við horfðum aftur og aftur á það þegar við veiddum púpur í gegnum lyngur og grynningar. Viljandi breyttum við rekinu þannig að stundum var flugan eins og hundur í bandi, togandi í tauminn eða í dautt rek þar sem púpan flaut eðlilega í vatninu. Við hefðum ekki getað samið betra handrit; silungurinn sneiddi hjá og synti frá óeðlilegu reki en var jafn skjótur til að gaumgæfa eðlilegt rek. Kastið sjálft nær ekki nema einum tíunda af mikilvægi góðs reks. Lærðu að vippa línunni og stjórna rekinu og hálf baráttan er unnin.

    Kirk Deeter

    Loka hnykkurinn, þetta var síðasti pósturinn sem ég vann upp úr greinum Kirk Deeter. Ég vona að gestir bloggsins hafi haft jafn mikla ánægju af þessum hnitmiðuðu greinum hans og ég hef haft. Ef svo ólíklega vildi til að Kirk leggði leið sína á bloggið, þá færi ég honum bestu þakkir fyrir leyfið að birta þessar greinar hans.

    Ummæli:

    19.02.2012 – Hilmar

    Vel gert, Takk fyrir mig. Afar fróðlegt.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lakk á þræði

    12. febrúar 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Þegar maður glímir við flugu þar sem viðkvæmt dub, vængur eða kragi er mjög þétt upp við t.d. kúlu getur verið nokkuð snúið að koma lakki yfir lokahnútinn á flugunni án þess að klína lakki út um allt. Þegar þú lendir í svona aðstæðum næst, bíddu aðeins með að klippa á hnýtingarþráðinn. Það má vel leiða lakkið niður eftir þræðinum til að tryggja lokahnútinn og klippa á eftir. Einfalt ráð sem hefur gagnast mörgum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins IX

    9. febrúar 2012
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Silungurinn elskar tilbreytingu

    Veiðistaðir þar sem umhverfið er breytilegt, mismunandi dýpi og breytilegur straumur eru líklegastir til að geyma flesta fiska. Við urðum varir við að fiskurinn var síður fælinn þar sem fæðan var áberandi, t.d. þar sem straumur var klofinn af stórum steini og því stutt í öruggt skjól. Mér tókst frekar að nálgast fiskinn á slíkum stöðum heldur en í lygnum og breiðum. Þú gerir sjálfum þér greiða með því að einblína meira á staði þar sem straumurinn og botninn eru breytilegir.

    Kirk Deeter

    Hér eru engin geimvísindi á ferðinni og þetta þekkja veiðimenn mæta vel. En, góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Nokkrir punktar frá mér sem hafa bent á þetta eru t.d. Hvar er fiskurinn? auk fjölda greina í flokkinum Veiðitækni sem hægt er að skoða í heild sinni með því að smella hér.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Svampstandur

    3. febrúar 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Að vera skipulagður, í það minnsta á hnýtingarborðinu getur sparað manni töluverðan tíma þegar kemur að hnýtingum. Þeir sem ekki eru svo heppnir að eiga sér fastan samastað til hnýtinga hafa oft verið í ákveðnum vandræðum með tæki sín og tól, en það er alltaf hægt að koma helstu verkfærum þannig fyrir að auðvelt sé að nálgast þau og taka saman að lokinni notkun. Svona svamp má finna í ýmsum pakkningum og einfalt er að líma hann á fjöl með trélími. Sjálfur límdi ég síðan smá búta úr hjólaslöngu undir fjölina til að hún yrði stöm á borðinu. Einfalt og handhægt, svo er bara að venja sig á að setja tólin í svampinn strax að lokinni notkun, þá er ekkert mál að taka saman eftir góða kvöldstund við hnýtingar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 122 123 124 125 126 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar