
Nú er þessi tími ársins þegar fingurgómarnir verða allir útstungnir og skrámur og rispur hér og þar. Nei, ég er ekki að tala um tannaför fiska eftir að hafa losað fluguna úr þeim, heldur þá ónáttúru mína að flækja fingrunum í öngulinn þegar ég er t.d. að ganga frá hringvafinni fjöður á flugu. En, það er til einfalt ráð við þessu og það er að hafa við hendina ‘Tubing’ slöngu t.d. Ultra Lace 1mm, klippa smá bút af henni og þræða upp á öngulinn þegar kemur að hættulegasta augnablikinu. Setjum öryggið á oddinn, það getur sparað margt ergelsið.