
Við þekkjum það ágætlega að velja okkur flugu fyrir silunginn eftir því sem hann er að éta hverju sinni. En stundum er líka ágætt að hafa það í huga mismunandi árstíðir eiga sér sína liti. Snemma vors og síðla hausts gefa dökkar, jafnvel svartar flugur betur en þær skæru sem frekar eru orðaðar við bjart veður og ekki síst gróskuna í vötnunum á sumrin.
Allt vill lagið hafa, en sama lagið getur alveg virkað allt árið um kring ef við eigum það í mismunandi litbrigðum. Pheasant Tail, Héraeyra og t.d. Nobbler í mismunandi litbrigðum geta komið okkur töluvert langt árið um kring. Kannski eigum við að hnýta færri afbrigði, en í fleiri litum?