Flýtileiðir

Litur í vatni

Samsetning ljóss

Ef ekkert væri ljósið væri engin liturinn, einfalt ekki satt. Og þetta er einmitt það sem við veiðimennirnir gleymum oft þegar kemur að lit á flugu í vatni. Vatn virkar eins og ljóssía. Efst í vatninu eru fáir litir sem falla út en því neðar sem dregur í vatninu falla fleiri litir út og á botninum sitjum við eftir með gráa eða alveg svarta flugu.

En það er fleira sem hefur áhrif á lit flugna heldur en dýpið. Flest vötninin okkar eru annað hvort blá- eða grænleit og þessir litir hafa líka áhrif á það hvernig og á hvaða dýpi litur flugunnar breytist. Ef vatnið er aftur á móti gruggugt þá hverfa litirnir enn fyrr, mögulega verðu allt orðið svart á innan við 2m.

Áberandi rauð fluga getur verið orðin svört í augum silungsins á u.þ.b. 10m dýpi við bestu skilyrði, heldur sem sagt litnum töluvert djúpt. Hvít fluga hegðar sér aftur á móti nokkuð ólíkindalega þar sem hvítur er jú samsuða allra lita. Hún heldur hvítum lit allt niður á 2m ef vatnið er þokkalega tært en tekur síðan nokkuð örum og áberandi breytingum á næstu metrum og flakkar allt litrófið þar til hún endar í svört.

Öllum þessum litabreytingum getum við komist hjá, þ.e. ef við endilega viljum það, með því að nota flúrljómaðan lit í flugur. Fluorcent þráður heldur sínum upprunalega lit alveg niður í svartasta myrkur undirdjúpanna þar sem hann þarf mun minni birtu heldur en hefðbundin þráður. Höfum þetta í huga þegar við setjum brodd eða haus á púpurnar okkar.

Ummæli

Siggi KrÞetta er góð pæling, sérstaklega ef maður er að veiða í gígum eða frá báti með mikinn sökkhraða (línan, ekki báturinn . En spurning hvernig dýpið fer með flugurnar sem hafa mikla endurspeglun, svosem silfur og gull-litaðar flugur og eins allt þetta crystal og flash efni sem er í mörgum flugum. Ætli það haldi flugunum okkar áhugaverðari niður á meira dýpi en ella?

2 svör við “Litur í vatni”

  1. Siggi Kr Avatar

    Þetta er góð pæling, sérstaklega ef maður er að veiða í gígum eða frá báti með mikinn sökkhraða (línan, ekki báturinn :). En spurning hvernig dýpið fer með flugurnar sem hafa mikla endurspeglun, svosem silfur og gull-litaðar flugur og eins allt þetta crystal og flash efni sem er í mörgum flugum. Ætli það haldi flugunum okkar áhugaverðari niður á meira dýpi en ella?

    Líkar við

  2. Kristján Avatar

    Án efa heldur allt glysið okkar áhuga fisksins lengur, þ.e. allt sem endurvarpar ljósinu frekar en drekkur það í sig, en á endanum verður þetta allt svart þegar niður er komið. Svo megum við ekki gleyma því að þegar skyggja tekur þá dofna jú allir litir fyrr, orange nobbler hættir að virka en sá svarti með nóg af crystal heldur áfram að veiða.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com