Fá verk hafi haft jafn mikil áhrif og vakið jafn mikla hrifningu kastsérfræðinga og veiðimanna síðustu árin eins og The Essentials of Fly Casting eftir þá feðga Jay og Bill Gammel. Margir hafa gripið þetta efni og lagt út frá því, jafnt í riti sem og á mynd og má þar nefna fjölda greina á midcurrent.com, sexyloops.com og síðast en ekki síst FFF Federation of Fly Fishers. Hér á eftir ætla ég að setja fram mínar hugleiðingar og skilning á þessum grundvallaratriðum Gammel feðga.

Alveg sama hvort við erum byrjendur eða lengra komin, jafnvel ævafornir veiðimenn, þá er slakinn á línunni oftar en ekki að flækjast fyrir okkur. Sé línan ekki strekkt í upphafi kasts fer mikill kraftur og fyrirhöfn í að ná hleðslu í stöngina, nokkuð sem má forðast með því að byrja með strekkta línu. Skipuleggðu kastið alveg frá upphafi, losaðu þig við allan slaka með því að draga línuna inn eða nota  t.d. eitt veltikast til að leggja hana vel út áður en þú tekur hana upp í nýtt kast. Ef þú notar upptökuna til að rétta úr línunni þá sóar þú afli sem annars væri betur varið í að hlaða stöngina fyrir næsta kast. Það er ekki ráð að beita meira afli í upptöku til að losna við slaka. Ótímabær hröðun á línu getur kallað fram nokkurs konar höggbylgju sem færist niður eftir stönginni, stöðvast í úlnliðnum á þér og leitar síðan aftur upp eftir stönginni í aftara stoppi og eyðileggur það. Okkur hefnist alltaf fyrir ótímabæra hröðun.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.