
Þegar við vitum af honum, þ.e. silunginum á ákveðnum stað í vatninu er um að gera að laumast að honum, aftan frá. Jafnvel þótt sjónsvið silungsins sé í raun nokkuð vítt, oft talað um einhvern 90° vinkil upp á við, þá er dauður blettur aftan við hann sem við getum nýtt okkur þegar við þurfum að fikra okkur nær. Mundu bara að því dýpra sem hann liggur, þeim mun víðar sér hann. Láttu fara eins lítið fyrir þér og unnt er og þú kemst töluvert nálægt honum.