FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Söðulfjaðrir – saddle

    12. febrúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Söðulfjaðrir
    Söðulfjaðrir

    Söðulfjaðrir eru heldur lengri heldur en hnakka- eða hálsfjaðrir en svipar að öðru leiti nokkuð til þeirra. Samhverfar og oddmjóar og henta því vel í hringvöf, hvort heldur í þurr- eða votflugur. Dýrustu fjaðrirnar eru af séröldum fuglum og mjög eftirsóttar í þurrflugur. Hver fjöður dugir í fjölda flugna vegna þess hve geislar þeirra liggja þétt og eru jafnir.

    Á síðustu árum hefur tískubylgja meðal kvenna erlendis orðið til þess að verð þessara fjaðra hefur rokið upp úr öllu valdi og í verstu tilfellunum hafa framleiðendur látið fjaðrir til fluguhnýtinga sitja á hakanum sem hefur enn aukið á skortinn.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Vængfjaðrir – wings

    6. febrúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Vængfjaðrir
    Vængfjaðrir

    Algengast er að vængfjaðrir séu notaðar í vængi litskrúðugra straumflugna, skrautflugur. Vegna þess að flestar vængfjaðrir eru ekki samhverfar verður hnýtarinn að gæta þess vel að hann eigi í það minnsta tvær eins fjaðrir af sitt hvorum væng fuglsins. Annars er hætt við að honum takist illa að fá gott lag á vænginn. Best er að skoða pakkningarnar vel í versluninni þannig að tryggt sé að menn sitji ekki uppi með aðeins vinstri eða hægri fjaðrir í hverjum lit.

    Vængir flugna eru yfirleitt teknir úr neðra birgði fjöður og oft vill þá hnýtarinn sitja uppi með stífari helming hennar (biots) þegar fullnýtt er. Allt of oft verður lítið úr því að nýta þetta efni og því einfaldlega fargað. Það er engin ástæða til þessa, því margar snilldar púpur hafa verið hnýttar úr þessu efni. Ég fer nánar út í það síðar.

    En ekki eru allar vængfjaðrir jafn grófar og þær sem hér eru sýndar. Vængfjaðrir stokkandar enska:mallard ásamt fleiri andfuglum eru mikið notaðar í þurrflugur eða smærri votflugur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hnakkafjaðrir – hackles

    30. janúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Hnakkafjaðrir
    Hnakkafjaðrir

    Upp á íslensku hafa þessar fjaðrir verið nefndar háls- eða hnakkafjaðrir. Þessar fjaðrir hafa aftur á móti einfaldlega verið nefndar hackles upp á enska tungu og þá oft lítið skeytt um það hvort þær séu af hálsinum framanverðum, að aftan eða af hliðunum.

    Helst eru þessar fjaðrir notaðar til að líkja eftir fótum eða útlimum skordýra eða einfaldlega til að auka á litbrigði og hreyfanleika flugunnar í vatninu. Bæði fjaðrirnar af karl- (hananum) og kvenfuglinum (hænunni) eru notaðar. Fjaðrir hænunnar eru oftar mýkri og gleypa frekar í sig vatn. Fyrsta flokks fjaðrir af hönum eru stífari og síður rakadrægar og þess vegna eru þær oftar notaðar í þurrflugur. Fjaðrir af sér-öldum fuglum sem ræktaðir eru sérstaklega til þess að gefa af sér þéttar, stífar og áferðafallegar fjaðrir eru gulls í gildi og einkum notaðar í þurrflugur. Síðri flokkar fjaðra eru einkum notaðar í skegg og skott á votflugum og púpum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Stélfjaðrir – tail

    24. janúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Stélfjöður
    Stélfjöður

    Stélfjaðrir eru af nokkrum mismunandi gerðum. Flestar eru þær samhverfar með ávölum endum og nýtast ágætlega í vængi á straumflugum eða skott á smærri flugum og púpum. Eins er ekki óalgengt að þær séu notaðar í þekju yfir vængstæði á púpum eða vængi.

    Ég hef ekki hikað við að stinga á mig fallegum og umfram allt heillegum stélfjöðrum úti í náttúrunni og þá sérstaklega af andfuglum. Maður á aldrei of mikið af fjöðrum.


    Pheasant sverð
    Pheasant sverð

    Önnur gerð stélfjaðra, s.k. sveig- eða sigðfjaðrir eru ekki síður algengar. Langsamlega þekktust þessara fjaðra er stélfjöður fasanans sem við þekkjum sem Pheasant Tail og er auðvitað notuð í samnefnda flugu. Fasanafjöður er ekki síður notuð í skott, fætur og fálmara ýmissa annarra flugna eins og svo margar aðrar stélfjaðrir.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fjaðrir á fugli

    18. janúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Hackles, Capes, Saddles og fleiri og fleiri eru nöfnin sem við finnum í hnýtingarrekkum verslana. Gott og blessað, en hvaðan kemur þetta allt af fuglinum? Er hann ekki bara með fjaðrir, punktur og basta. Til að gera grein fyrir uppruna þessara fjaðra er kannski ágætt að taka venjulegan hana, þ.e. rooster sem fyrirsætu því af honum koma nokkrar algengustu fjaðrirnar sem við notum eða fulltrúar þeirra í það minnsta.

    Hani
    Hani

    Fyrstar teljum við stélfjaðrirnar (A) enska:tail. Þessar fjaðrir eru yfirleitt nokkuð langar og samhverfar, þ.e. fanir þeirra eru jafn stórar báðu megin við hrygginn. Ekki er óalgengt að þær séu einnig nefndar sickle upp á enska tungu eða sveig- eða sigðfjaðrir vegna lögunar þeirra. Eins hefur heitinu sverðfjöður brugðið fyrir í íslensku hin síðari ár.

    Næstar eru svo bakfjaðrirnar (B) sem eru öllu styttri, nánast stubbar m.v. stélfjaðrirnar og eru, þegar þær eru á annað borð aðgreindar frá hálsfjöðrum, nefndar back á erlendu pakkningunum. Hvort þessar fjaðrir hafi einhvern tímann verið nefndar skikkjufjaðrir upp á íslensku þori ég ekki að fullyrða en ég hef oft heyrt talað um bekkfjaðrir. Fluguhnýtarar hafa verið nokkuð duglegir að útbúa ný orð yfir fjaðrir eða leggja örlítið breytta merkingu í náttúrufræðileg heit þeirra.

    Frá höfði og niður með hálsi fuglsins eru aftur á móti hálsfjaðrirnar (C) enska:hackle. Hér kemur að heldur groddaralegri notkun á orðinu hackle því það þýðir í raun kambur eða kragi og á því aðeins við þær fjaðrir sem vaxa á hálsi fuglsins en ekki þær sem vaxa alveg aftur á bak eins og orðið er oft látið ná til. En hvað um það, þessar fjaðrir eru samhverfar og oftar en ekki með nokkrum dún við fjöðurstafinn.

    Það er sammerkt með bak- og hálsfjöðrunum að stærðarflokkun þeirra frá framleiðendum getur vafist nokkuð fyrir mönnum, sérstaklega svona til að byrja með. Þegar talað er um Short hackle eða Long hackle, þá er átt við lengd geislanna út frá hryggnum, breidd fananna. Small, medium og large á aftur á móti við um heildarlengd fjaðranna, í raun lengd hryggjarins.

    En aftur að fuglinum. Vængfjaðrirnar (D) enska:wing eru flestar ósamhverfar, nokkru lengri heldur en hálsfjaðrirnar og þéttari í sér, grófari. Úr þessum fjöðrum fáum við það sem kallað er biots upp á ensku, þ.e. styttri geislana sem mynda efri fönina ef svo má segja.

    Síðastar, en alls ekki sístar eru síðan söðulfjaðrirnar (E) enska:saddle sem liggja frá baki og niður með síðum fuglsins. Af mörgum taldar bestu fjaðrirnar, en sjálfsagt má leggja misjafnt mat á þær eins og allar aðrar fjaðrir. Notagildið stjórnar væntanlega mestu um mat manna á gæðum þeirra.

    Nú ber auðvitað að setja þann varnagla að þetta eru alls ekki allar nafnagiftir eða gerðir þeirra fjaðra sem notaðar eru í flugur, en þessar ættu þó að gefa nokkra mynd af þeim helstu.

    En hvað eru þá capes? Jú, þegar skinni fuglsins hefur verið flett af heilu svæði með fjöðrum og öllu, þurrkað og meðhöndlað eftir kúnstarinnar reglum, þá er talað um capes eða skikkju af tilgreindu svæði. Oftast er þetta gert við bak- eða söðulfjaðrir og fá skikkjurnar því heitin neck capes eða saddle capes.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bygging fjaðra

    6. janúar 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Þegar maður stendur frammi fyrir heilu veggjunum af hnýtingarefni er stundum úr vöndu að ráða. Auðvitað væri stórkostlegt að geta einfaldlega keypt eina pakkningu af hverju, raða í skotið sitt heima og hnýtt allar flugur veraldar upp úr þessu efni. En maður þarf alls ekki að eignast allt til að geta hnýtt flest.

    Eitt af því sem tók mig töluverðan tíma að átta mig á voru allar þessar nafnagiftir á fjöðrum, heilu hnakkastykkin af hönum og hænum frá ýmsum heimshornum. Satt best að segja leið töluverður tími þar til mér tókst að henda reiður á helstu tegundum fjaðra og í hvað best væri að nota hverja þeirra. Með þessum pistli, og nokkrum næstu, ætla ég að reyna að draga saman nokkur lykilatriði um fjaðrir, uppbyggingu þeirra og hvaðan af skepnunni þær koma.

    Fjöður
    Fjöður

    Ekki eru allar fjaðrir eins. Þær eru eins misjafnar að gerð eins og staðirnir á fuglinum eru margir. Næst skinninu eru fíngerðar dúnfjaðrir en utar, í stéli, vængjum og á hálsi eru fan fjaðrir. Hver fjöður skiptist í geisla (A) enska:barbs sem vísa í sitthvora áttina út frá hryggnum (B) enska:rachins. Geislarnir eru alsettir krókum sem krækja þeim saman við næsta geisla og þannig mynda þeir fanir (C) enska:vane. Hver fjöður hefur því tvær fanir, eina sitt hvoru megin við hrygginn. Fanirnar geta verið nánast samhverfar á t.d. stél-, háls- og hnakkafjöðrum, en misstórar á vængfjöðrum. Minni og grófari fönin á vængfjöðrum nefnist biots upp á enska tungu (F).

    Fíngerðustu geislarnir (D), næst fjöðurstafnum (E) mynda dún sem ver fuglinn fyrir kulda og raka. Dúnn er alls ekki á öllum fjöðrum, en sannanlega á öllum fuglum.

    Galdurinn við fan fjaðrirnar er að fuglinn getur lagfært þær með því að renna þeim í gegnum gogginn og læsa krókunum aftur saman og fjöðrin fær þannig á sig upphaflegt form. Þetta getum við nýtt okkur líka til að lagfæra fjaðrir fyrir eða eftir hnýtingu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 107 108 109 110 111 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar