FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Bleikja – kyneinkenni

    24. júní 2013
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Eins og með urriðann getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að kyngreina bleikjuna utan hrygningartímans. Helst stóla menn á almennt vaxtarlag bleikjunnar. Hængurinn er oftast heldur mjóslegnari heldur en hrygnan og allar línur í honum skarpari, þó ekki algilt.

    Bleikja - hængur
    Bleikja – hængur

    Hrygnan er kviðmeiri heldur en hængurinn og allar línur í henni meira ávalar. Oft er þetta mest áberandi á tálknlokum hængsins sem eru nánast eins og > á meðan tálknlokur hrygnunnar eru ) Öll þessi einkenni verða skarpari því heldri sem fiskurinn er.

    Bleykja - hrygna
    Bleykja – hrygna

    Eitt til viðbótar hafa menn notar við kyngreiningu og það er stærð haussins m.v. almennt vaxtarlag. Hafa menn þá haft til hliðsjónar að haus hængsins er hlutfallslega stærri heldur en hryggnunnar m.v. líkamsstærð almennt. Við þetta verður að setja þann fyrirvara að í ofsetnum vötnum verður haus hrygnunnar oft hlutfallslega stærri heldur en annars staðar eða öllu heldur; búkurinn nær ekki að halda í við vöxt haussins og hún því oft ranglega greind sem hængur sé ekki gætt að öðrum einkennum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Arnarvatnsseiði

    21. júní 2013
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Það getur verið nógu skemmtilegt að grípa myndavélina þegar lífríkið bregður á leik. Það sannaði sig við Arnarvatn stóra nýlega þegar konan stjórnaði brúðuleikhúsi með Orange Nobbler í aðalhlutverki. Að vísu er þessi klippa ekki í einhverjum súper gæðum, tekin á venjulega vasamyndavél, Sony CyberShot í gegnum Polaroid veiðigleraugun mín.

    Ef vel er að gáð má sjá að svo lengi sem flugan hreyfðist á svipuðum hraða og fiskurinn var hún í raun látin í friði, en um leið og einhver afbrigðileg hegðun skaut upp kollinum var látið til skarar skríða og ráðist á hana, stundum heldur óvægilega. Snemma breygist krókurinn og ráðdýrseðli urriðans er greinilega meðfætt og ekki virtist stærð flugunnar flækjast neitt mikið fyrir tittunum sem sumir náðu henni ekki nema til hálfs í lengd.

    Og hvað má svo sem ráða af þessu? Jú, ef fullorðin fiskur hagar sér eitthvað í líkingu við ungviðið er kannski eins gott að draga Nobblerinn inn með rykkjum og skrykkjum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Urriði – kyneinkenni

    18. júní 2013
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Utan hrygningartímans er ekki alltaf stórkostlegur munur á útliti urriða eftir kyni. Þeim veiðimönnum sem hugnast að veiða/sleppa veitist stundum nokkuð snúið að greina kyn fisksins, en þetta lærist með tímanum. Snemmsumars getur eitt aðaleinkenna hængsins, krókurinn verið svo flatur að hann er nánast horfinn svo ekki er unnt að stóla á hann við greiningu. Þá koma til tvenn önnur einkenni sem oftast er unnt að nota til aðgreiningar.

    Urriði - hængur
    Urriði – hængur

    Gotraufaruggi hængsins er rúnnaður, svolítið eins og ) á meðan ugginn á hrygnunni er beinni, svolítið eins og /

    Urriði - hrygna
    Urriði – hrygna

    Síðara einkennið sem leita má eftir er gotraufin sjálf. Á hrygnunni er gotraufin kringlótt ● en á urriðanum er hún þríhyrnt ▼

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Nálarþræðari

    15. júní 2013
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Nálarþræðari
    Nálarþræðari

    Á vafri mínu í gegnum saumaskrín konunnar rakst ég á þetta litla kvikindi í nokkrum útgáfum og datt strax í hug hvort ekki væri alveg grá upplagt að festa eitt svona við klippurnar á veiðivestinu. Því er nú einu sinni þannig farið að með aldrinum virðast augun á flugunum skreppa eitthvað saman. Hérna um árið var enginn vandi að hnýta flugu #16 á taumaenda, en eitthvað er þetta farið að vefjast fyrir manni hin síðari ár. Þetta einfalda apparat getur hjálpað verulega við verkið. Hver veit nema auka-eintak leynist í næsta saumaskríni?

    Ummæli

    Sigurgeir Sigurpálsson – 26.06.2013: Það er einhver að selja þetta á bland.is á 1990,- kr minnir mig.

    Svar: Já sæll, flest er nú til.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Afsakið hlé

    12. júní 2013
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Vantar stundum hlé?
    Vantar stundum hlé?

    Nei, hér er engin bilun í gangi, bara hugleiðingar um óðagotið sem grípur mann stundum við veiðarnar. Það getur verið ótrúlega svekkjandi þegar maður tekur eftir fiskinum, aðeins of seint. Stundum væri alveg við hæfi að staldra aðeins við, gera hlé á inndrættinum, leyfa flugunni að sökkva í upphafsstöðu og hefja leika á ný. Auðvitað er misjafnt hvernig fiskurinn les hreyfingar flugunnar, en stundum er hún einfaldlega á of mikilli ferð fyrir hans smekk. Orkureikningurinn er einfaldlega neikvæður fyrir fiskinn, honum telst til að hann eyði of mikilli orku í að eltast við fluguna okkar miðað við þá orku sem hún inniheldur. Þá getur komið sér vel að gera hlé á inndrættinum, láta fluguna leika sig örmagna og viti menn, oftar en ekki ræðst fiskurinn til atlögu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Grunsemdir

    9. júní 2013
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Kyrrð
    Kyrrð

    Reyndu á sjá fyrir þér vatnsborðið eins kyrrt og það mögulega getur orðið. Ekki sakar að skreyta hugarsmíðina með mynd af uppáhalds fjallinu þínu eða endalausum sjóndeildarhringnum. Umfram allt, það er kyrrð yfir myndinni. Þú ert með örsmáa púpu á þokkalega löngum taumi og svo….. flugulínan fer að haga sér einkennilega. Í stað þess að vísa beint áfram, með þessari litlu bungu rétt við endann þar sem hún sker yfirborðið, er allt í einu komin lauflétt sveigja á línuna. Ef maður hefur nú ekki orðið var við neitt nart, ekki einu sinni haft grunsemdir um slíkt, þá fer maður ósjálfrátt að velta vöngum; Er einhver straumur í vatninu þarna? Þú færð aldrei svar við þessu nema þú gerir eitthvað í málinu. Minnsta afbrigðilega hegðun línunnar á að kalla á viðbragð eins og t.d. að taka ákveðið í línu og draga u.þ.b. 4“ inn eða reisa stöngina eilítið. Ef ekkert gerist, þá er málið dautt og þú getur hugsað hvað hafi verið á ferðinni. Kannski er einmitt straumur í vatninu þarna og þá má nýta sér hann, kasta yfir hann og leyfa honum að bera fluguna þína sömu leið og hann ber annað æti. Nú, ef þú færð aftur á móti einhver viðbrögð þá er náttúrulega einhver á ferðinni þarna úti sem er ekki alveg áhugalaus um agnið þitt og þú þarft að hugsa næsta leik. Á ég að láta liggja eða á ég að draga meira inn. Umfram allt, merktu þér staðinn, taktu mið af fjallinu þínu eða steini við gagnstæðan bakka. Ef þér tekst ekki að góma fiskin í fyrstu atrennu, þá er um að gera að vita hvar hann nartaði og geta reynt við þann stað aftur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 102 103 104 105 106 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar