Veiðireglur
Veiðireglur

Ef ég væri með fimm þumalputta gæti ég gefið fimm þumalputtareglur fyrir frábærri silungsveiði í vötnum. Hve frábært væri það? Ég hef ekki einu sinni tölu á öllum þeim 5 – 10 pottþéttu ráðum sem maður hefur lesið í gegnum tíðina, en ef ég ætti að velja 2 – 3 þau bestu yrðu þessi væntanlega fyrir valinu:

Ekki skjóta rótum er trúlega besta ráðið sem ég hef nokkurn tíma komist yfir. Ef maður er búinn að reyna við pottþétta staðinn í 10, 20 eða 30 mín. án þess að verða var, þá er eitthvað að. Flugan getur verið röng, skiptu um flugu. Ekki skjóta rótum í fluguboxinu. Svo getur staðsetningin verið röng. Ekki skjóta rótum í sömu sporum, hreyfðu þig.

Ekki vanmeta litlar púpur því skordýralífið er yfir höfuð miklu smærra í sniðum heldur en við teljum það vera. Eins pirrandi og litlar flugur (#16 og smærri) geta verið þegar við erum að hnýta þær, þá eru þetta oft risavaxin skordýr. Taktu uppáhalds fluguna þína sem er e.t.v. í stærð #12 og hnýttu hana líka í #16 og #18. Jafnvel í #20 ef þú átt gott stækkunargler. Þegar því er lokið, notaðu þessar litlu.

Ekki trúa öllu sem þú lest því allt sem hefur verið skrifað um fluguveiði kemur frá dauðlegum mönnum og dauðlegum mönnum hættir til að skjátlast. Sjálfur á ég það til að standa eins og rótarskotinn drumbur á sama stað svo klukkutímum skiptir og er bara nokkuð sáttur við það. Svo hef ég líka skipt upp í brjálæðislega stærð á flugu eftir ítrekað ‚ekkert að gerast‘ og fengið flotta fiska. Ég held svei mér að það sé ekki til ein einasta pottþétt regla í veiðinni.

Ummæli

Gústaf – 27.06.2013Er ekki eina reglan sem maður þarf að muna að það séu engar reglur til að muna 😉

Svar: Jú, einmitt og nú man ég ekki neitt lengur.

1 Athugasemd

  1. Er ekki einareglan sem maður þarf að muna að það séu engar reglur til að muna 😉

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.