Eins og með urriðann getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að kyngreina bleikjuna utan hrygningartímans. Helst stóla menn á almennt vaxtarlag bleikjunnar. Hængurinn er oftast heldur mjóslegnari heldur en hrygnan og allar línur í honum skarpari, þó ekki algilt.

Hrygnan er kviðmeiri heldur en hængurinn og allar línur í henni meira ávalar. Oft er þetta mest áberandi á tálknlokum hængsins sem eru nánast eins og > á meðan tálknlokur hrygnunnar eru ) Öll þessi einkenni verða skarpari því heldri sem fiskurinn er.

Eitt til viðbótar hafa menn notar við kyngreiningu og það er stærð haussins m.v. almennt vaxtarlag. Hafa menn þá haft til hliðsjónar að haus hængsins er hlutfallslega stærri heldur en hryggnunnar m.v. líkamsstærð almennt. Við þetta verður að setja þann fyrirvara að í ofsetnum vötnum verður haus hrygnunnar oft hlutfallslega stærri heldur en annars staðar eða öllu heldur; búkurinn nær ekki að halda í við vöxt haussins og hún því oft ranglega greind sem hængur sé ekki gætt að öðrum einkennum.