Þessi greinarstubbur hefur verið að vefjast lengi fyrir mér. Ég hef átt hann ófrágengin í töluverðan tíma, beinlínis ekki lagt í að klára hann og birta vegna þess að ég á mjög erfitt með að mynda mér ákveðna skoðun á notkun tökuvara. En núna ætla ég að láta slag standa og smella þessu inn…

Bobbingar
Bobbingar

Eftir að hafa rekist á erlenda grein sem byrjaði eitthvað á þessa leið ‚Vertu ekki aðferðaveiðimaður‘ þá fór ég að gefa tökuvörum nánari gætur. Höfundur umræddrar greinar vildi meina að þeir sem notuðu tökuvara væru í veiðinni eins og krakkinn sem hjólar um með hjálparadekkin föst á hjólinu. Tökuvari væri einstaklega vel til þess fallinn að hjálpa byrjandanum í púpuveiði að verða góður veiðimaður, svo fremi hann geti lært á tökurnar með tökuvaranum og… sleppt honum.

Sjálfur á ég tökuvara í töskunni minni, svona lím snepla á spjaldi og þar eru þeir eftir mjög skamma tilraunastarfsemi. Kannski er ég bara svona mikill ‚einhugur‘ að ég get ekki náð því að horfa og finna á sama augnabliki. Ég hef líka átt við þennan vanda að glíma með þurrfluguveiði. Jú, jú, ég get alveg haft augun á flugunni/tökuvaranum en svo fara alltaf einhver sekúndubrot í það að færa virknina frá augunum til handanna. Ég á miklu auðveldara með að leyfa augunum að hvílast, jafnvel reika út í buskann og nota bara tilfinninguna í fingrunum til að segja mér að fiskur sé að snuddast við hin enda línunnar. Í ofangreindri grein heldur höfundur hennar því fram að með því að nota tökuvara vinnur veiðimaðurinn sig inn í s.k. tunnelvision eða rörsjón og missir af öllum hinum vísbendingunum í og á vatninu sem gætu annars fært honum aðvörun um töku. Hvað sem þessu líður, þá ætla ég að hamra á sjálfum mér að nota þurrfluguna meira í sumar. Kannski ég noti bara þurrflugu sem tökuvara og slái þannig tvær flugur í einu höggi?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.