Ég hef verið að glugga í skýrslu Veiðimálastofnunar um rannsóknir í Hlíðarvatni í Selvogi árið 2012. Í skýrslunni kemur fram að fjöldi fiska, veiddir á stöng og í rannsóknarnet fækkaði stórlega á milli áranna 2008 og 2012, nokkuð sem kemur ekki á óvart miðað við umræðuna í fyrra. Þrátt fyrir þessa fækkun kemur fram að lengdardreifing fiskjar er sú sama á milli ára, þ.e. fiskurinn hefur ekki minnkað sem er skv. mínum viti ákveðin vísbending um að vatnið sé ekki ofsetið. En hvað er þá á ferðinni? Jú, væntanlega er orsakanna að leita í hitastigi vatnsins, það hefur hækkað í mælingu um 1,4°C og Hlíðarvatnsjaxlarnir hafa kvartað sáran undan því að gamlir góðir veiðistaðir séu fisklausir.

Ég var að velta fyrir mér samhenginu þarna á milli þegar Veðurstofan smellti inn uppgjöri á nýliðnum júní; Meðalhiti mældist 9,9 stig í Reykjavík…. 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu júnímánaða. Og þegar maí er skoðaður þá er sagan ekki ósvipuð; Meðalhiti í Reykjavík var 5,8 stig…. 1,2 stigum undir meðallagi maímánaða síðustu 10 ára. Þetta er kaldasti maí í Reykjavík síðan 2005 og þar hafið þið það, ekki furða að mér væri kalt í vorveiðinni. Þegar maður ber síðan saman fréttir úr Hlíðarvatni á milli vora þá er engum blöðum um það að fletta að s.l. vor var gjöfulla heldur en í fyrra. Humm, kaldara vor og fiskunum fjölgar í Hlíðarvatni? Nei, tæplega. Ætli skýringanna sé ekki frekar að leita í því að gömlu góðu veiðistaðirnir hafi gefið í vor vegna þess að vatnið var kaldara, nær því sem það var metárin 2001 og 2009.

Fyrir margt löngu síðan settu Hafnfirðingar saman eitt besta veiðikort af Hlíðarvatni sem sést hefur, sjá hér. Þar eru allir ‚gömlu góðu‘ staðirnir merktir skilmerkilega inn og svo er hægt að nálgast mikið lesmál um besta tíma og flugur í Áróðri Ármanna frá 2009. Eins og áður segir gáfu þessir ‚gömlu góðu‘ flotta veiði í kuldanum í vor, sbr. Botnavíkina, og Hlíðarvatnsjaxlar tóku að kætast. En núna þegar loksins hlýnar og vísbendingar um að vatnið hlýni skart er kannski rétt að leita út fyrir ‚gömlu góðu‘ veiðistaðina, veiða utar og á meira dýpi en menn hafa almennt gert áður. Ég hef þá trú að vatnið geymi enn sem fyrr, öflugan stofn bleikju sem nú hefur aðeins fært sig um set í vatninu, sæki í kjörhitastigi sitt og þar með gefi grynnri (hlýrri) veiðistaðir verr en áður. Hvort maður verður að aðlaga flugnavalið öðrum stöðum í vatninu verður svo bara að koma í ljós.

Ég ætla í það minnsta að reyna fyrir mér í næstu viku, búinn að tryggja mér dag á veida.is og nú skal hugdettan sannreynd. Hvort sem aflinn verður einhver eða enginn, þá er Hlíðarvatnsdögum alltaf vel varið og mér sýnist að enn sé hægt að næla sér í fína daga í húsi Árbliks.

Hlíðarvatn í Selvogi
Hlíðarvatn í Selvogi

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.