FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Taktu þér tíma

    22.mars 2017
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Ekki er flas til fagnaðar. Hversu oft hefur maður hugsað þetta, of seint. Sérstaklega þegar maður kemur á veiðistað, sér til fiskjar og telur sjálfum sér trú um að ef maður drífur sig ekki af stað, þá noti hann sporðinn og hverfi á brott eins og tundurskeyti. Fyrst er að setja saman stöngina, rólega. Ef maður böðlast við að setja hana saman, festa hjólið og þræða er eins víst að eitthvað fari úrskeiðis. Nú síðast í sumar lá mér svo mikið á að ég gleymdi einni lykkjunni þegar ég var að þræða og ég ætlaði aldrei að ná þokkalegu kasti fyrir vikið. Svo mikill var æsingurinn að ég tók ekki eftir þessum mistökum mínum fyrr en ég var búinn að fæla í það minnsta þrjá fiska undan línunni þar sem hún hlunkaðist fram úr efstu lykkjunni hjá mér. Þetta kostaði auðvitað brölt upp á bakkann aftur, losa fluguna og þræða stöngina upp á nýtt. Ég hefði betur tekið mér skynsamlegan tíma í upphafi. En þetta var ekki það sem ég vildi sagt hafa.

    fos_fluguhnutur_live
    Þolinmæðin uppmáluð

    Að taka sér nægan tíma til að hnýta fluguna á tauminn getur margborgað sig. Hnútur sem hnýttur er í einhverju flasi heldur örugglega ekki eins vel og sá sem hnýttur er í rólegheitum og af nákvæmni. Taktu eftir því hvaða hnútar slitna helst hjá þér í átaksprófun. Ég er næstum viss um að það eru hnútarnir sem hnýttir eru í einhverju offorsi eða óðagoti. Svo eru rólegu hnútarnir yfirleitt miklu fallegri, silungurinn er smekkfiskur sem forðast groddagang.

    Ef hnúturinn þinn lítur ekki eðlilega út eða er óþægilegur viðkomu, kipptu af og hnýttu aftur.

  • Laus og liðug

    9.júní 2015
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Föst lykkja er eitthvað sem er á dagskránni í sumar. Fyrir löngu síðan rakst ég nokkuð groddaralega yfirlýsingu um kosti fastrar lykkju umfram hefðbundna fluguhnúta en ég lagði þessa grein frá mér með aðkenningu að vanþóknun. Ef til vill var það einstrengingslegt orðfærið sem stuðaði mig þannig að ég varð hálft í hvoru afhuga því að nota fasta lykkju. Samt sem áður hefur þetta blundað aðeins í mér og ‚væntanlegt‘ sumarið verður notað til þess að sannreyna kenninguna.

    Oft hefur verið rætt um þrjár megin ástæður þess að nota fasta lykkju í stað fasts fluguhnúts. Fyrst hafa menn talið að hreyfing flugunnar í vatni verði eðlilegri ef tenging hennar við tauminn er ekki pinn-stíf og leiðandi í hreyfingum hennar. Þetta á víst ekki aðeins við um straumflugur, púpur og votflugur verða mun líflegri í lykkju heldur en föstum hnúti. Í sjálfu sér ættu þessi rök að duga til að prófa fasta lykkju, en fleiri hafa verið nefnd og má þar nefna að fluga sem leikur laus á taumi á auðveldara með að snúa kúluhausnum niður og sökkva þannig hraðar heldur en sú sem taumurinn heldur aftur af. Þetta eru nú einhver rök fyrir púpuveiðina á Þingvöllum.

    Að síðustu má nefna það sem ég ætla sérstaklega að láta reyna á í sumar. Fastur hnútur í flugu er sagður veikari heldur en sá sem er aðeins á taumi. Sem sagt, það hefur verið fullyrt að fluga sem hnýtt er með fastri lykkju endist lengur og slitnar síður af taum heldur en hinar. Ekki að það hafi verið sérstakt vandamál í mínum huga hingað til að tapa flugu, þá verður spennandi að athuga þetta í sumar.

    En hvernig er þá best að útbúa fasta lykkju? Einn hnútur hefur oftar en ekki verið nefndur til sögunnar og það er Non slip loop sem ég setti hér inn á síðuna fyrir löngu síðan. Nú er ekkert annað en ná sér í spotta og æfa sig fyrir sumarið.

  • Endurhnýtingar

    24.ágúst 2012
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Það er alveg sama hve góðir við erum í að hnýta fluguna á tauminn, hnútarnir geta alltaf gefið sig. Við það að hnýta einþátta taumaenda við fluguna teygjum við alltaf á efninu að meira eða minna leiti og það leitast við að jafna sig, smokrar sér jafnvel smátt og smátt út úr hnútinum, reynir að rétta úr sér eftir að við höfum sveigt það og beygt inn í hann. Auðvitað er þetta bara agnarlítil hreyfing en nóg samt til þess að veikja hnútinn.

    Ekki gleyma að endurhnýta fluguna annað slagið á meðan þú veiðir, undantekningarlaust eftir að þú hefur lagt stöngina frá þér í hléi, hvað þá yfir nótt. Það getur verið svo grátlegt að týna uppáhalds flugunni, hvað þá missa fisk bara vegna þess að maður nennti ekki að taka upp hnútinn. Þetta á einnig við um tengsl taums og taumaefnis.

    Traustur?
  • Línulykkja

    6.ágúst 2012
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Þeim fer fækkandi, en eru samt ennþá til sem hnýta tauminn sinn á línuna með Nail knot. Flestir hafa frelsast og nota fasta lykkju á línunni og tengja þannig í fasta lykkju á taum. En úr hverju vilja menn hafa línulykkjuna? Margar flugulínur koma með soðnum lykkjum sem er allra góðra gjald verðar svo lengi sem þær eru heilsteyptar og úr aðeins stífara efni heldur en línan sjálf. Ég hef sjálfur átt línu sem var einfaldlega lykkjuð með því að fremsti hluti hennar hafði verið lagður aftur og soðin við línuna. Fljótlega særðist kápan undan eingirninu í taumnum og byrjaði eflaust að leka þar sem opið var inn í kjarna. Ég var fljótur að klippa framan af og setja tilbúna ofna lykkju á línuna.

    Ef vandað er til ásetningar ofinnar lykkju getur hún dugað ansi lengi en það er alltaf þess vert að gæta vel að þrifum hennar og hvort hún sé byrjuð að rakna upp. Þessar lykkjur eiga það til að safna í sig óhreinindum sem verða til þess að þær stífna, jafnvel í óheppilega átt. Það er fátt bagalegra heldur en veiða með lykkju sem er alltaf thumbs up og leyfir tauminum ekki að leggjast beint fram. Eins eiga þessar lykkjur það til að særast og rakna upp og því um að gera að fylgjast vel með þeim og skipta um ef þær eru orðnar tæpar.

    Ofnar lykkjur
  • Whip í höndunum – Skýringarmynd

    15.ágúst 2010
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Sjálfur nota ég ekki nein tól við að hnýta endahnútinn á flugurnar mínar. Til gamans setti ég saman fáeinar skýringarmyndir af því hvernig ég set endahnútinn í höndunum.

    Það er nokkuð misjafnt hvort menn vefja alltaf réttsælis um öngulinn eða velta lykkjunni á milli vafninga. Báðar aðferðirnar mynda í raun sama hnútinn að lokum.

    Smellið fyrir stærri mynd

     

  • Albright – New Fly Fisher

    9.júní 2010
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Góður og traustur hnútur, ef hann er rétt gerður.  Ekki gleyma að bleyta hann vel áður en hann er hertur.

«Fyrri síða
1 2 3 4
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar