Þegar kemur að því að leyfa flugunni að njóta sín í vatninu, hreyfast óhindrað og dingla sér eggjandi fyrir fiskinum getur oft verið gott að hnýta fasta lykkju á tauminn og leyfa flugunni að leika lausri í henni. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort þessi aðferð við að ‘festa’ fluguna sé jafn áhrifarík fyrir allar gerðir flugna get ég ekki varist þeirri hugsun að smágerðar púpur hljóti að vera eðlilegri í slíkri lykkju heldur en beinstíf framlenging af taum í vatni.

2 Athugasemdir