Hangman’s Knot er annar uppáhalds hnúturinn minn þegar kemur að því að festa flugu á taum. Einfaldur, öruggur og auðvelt að eiga við, jafnvel þegar fingurnir eru orðnir loppnir og rökkrið farið að síga að.
Það er með þennan hnút, eins og flesta aðra, það borgar sig ekkert að flana að honum. Haltu góðum rythma, passaðu að vafningarnir krossist ekki, vættu hann vel og hertu með jöfnu átaki, þá klikkar hann ekki.
Ná-frændi þessa hnúts er UNI hnúturinn, hinn uppáhalds.