Blood knot – Skýringarmynd

Blóðhnúturinn er ágætis hnútur til að tengja saman taum og taumefni. Endarnir eru lagðir saman og vafðir uppá í gagnstæðar áttir.  Þá er endunum stungið í gegnum lykkjuna sem myndast á samskeytunum, einnig í gagnstæðar áttir. Hnúturinn vættur vel og dreginn saman.

Ef annar endinn, helst sá af taumaefninu er hafður vel langur má vel nota hann fyrir afleggjara (dropper). Við það sparast að hnýta sérstakan hnút.

Whip í höndunum – Skýringarmynd

Sjálfur nota ég ekki nein tól við að hnýta endahnútinn á flugurnar mínar. Til gamans setti ég saman fáeinar skýringarmyndir af því hvernig ég set endahnútinn í höndunum.

Það er nokkuð misjafnt hvort menn vefja alltaf réttsælis um öngulinn eða velta lykkjunni á milli vafninga. Báðar aðferðirnar mynda í raun sama hnútinn að lokum.

Smellið fyrir stærri mynd