FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Af hverju pokar?

    9.júní 2020
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Þegar maður fær eða fær sér nýjar vöðlur, þá eru þær yfirleitt afhentar í eða með einhverjum pokaskjatta. Nú er ég ekki að tala um burðarpoka, heldur þann sem framleiðandinn ætlaði vöðlunum að vera í um ókomna framtíð á milli þess sem þær eru notaðar í veiði.

    Ég hef áður nefnt hvernig ég geymi mínar vöðlurnar, þær hanga á milli þess sem ég nota þær í veiði. En á leiðinni í veiði og heim aftur, þá smeygi ég þeim í þennan poka sem fylgdi þeim upphaflega. Af hverju? Jú, einfaldlega þannig að þær séu ekki að flækjast hingað og þangað í skottinu á bílnum eða í færanlega veiðihúsinu mínu. Pokinn, þó ómerkilegur sé, ver þær líka aðeins fyrir oddhvössum hlutum sem ég geymi ekki í öðrum pokum eða töskum á sömu slóðum.

    Nei, ég geymi ekki vöðlurnar mínar í sérstakri vöðlutösku. Ef þær eru blautar, þá set ég þær frekar ofan í kælikassa eða box, því þá gleymi ég ekki að taka þær upp úr og hengja þær upp þegar heim er komið. Ég þekki sjálfan mig nægjanlega vel til þess að gera mér grein fyrir því að ef ég træði þeim ofan í lokaða tösku, þá mundi ég gleyma þeim þar fram að næstu ferð og þá er nú hætt við að einhver nýr og torkennilegur þefur væri komin af þeim.

  • DEET skordýrafæla

    7.júní 2020
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Ég hélt nú reyndar að DEET væri bannað í skordýrafælu og skordýravörn hérna megin við Atlantshafið, en um daginn sá ég auglýstar hér nokkrar tegundir svona efna. Þetta voru sprey, áburður og einhver úði, hverrar tegundar ég hirði ekki um að nefna.

    Ástæðan fyrir því að ég dreg þetta upp á yfirborðið hér er að virka efnið DEET er sérstaklega skaðlegt plastefnum, þar á meðal PVC og PE sem mikið er notað í flugulínur. Veiðimenn ættu í lengstu lög að forðast skordýrafælur sem innihalda DEET, meira að segja þó innihaldið sé aðeins örfá prósent. Minnsti vottur af DEET mattar plast og dregur olíufjölliður að sér, með öðrum orðum skemmir plast.

  • Skrifaðu nafnið þitt

    29.mars 2020
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Á hverju sumri sér maður annað hvort auglýst eftir týndu fluguboxi eða eiganda þess. Fyrir nokkrum árum síðan rakst ég á eitt svona munaðarlaust flugubox við Þingvallavatn. Ég auglýsti á öllum mögulegum miðlum eftir eiganda þess, en það gaf sig aldrei nokkur maður fram þannig að þetta box dagaði uppi hjá mér og nú trúlega löngu dottið í glatkistuna hjá mér. Ég á í alvöru glatkistu hérna í skúrnum þar sem ég safna öllu mögulegu afdönkuðu dóti sem tengist veiðinni.

    Hvernig væri nú að merkja fluguboxin sín með nafni eða símanúmeri eða tölvupóstfangi, ef svo ólíklega vildi til að maður mundi nú týna því í sumar?

  • Harry harðjaxl

    26.desember 2019
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Að læra að kasta flugu er ótrúlega skemmtilegt og flestir veiðimenn, á einhverjum tímapunkti, freistast til þess að þenja kastið eitthvað út í buskann. Það eru vissulega til þau augnablik þar sem gott er að ráð við tiltölulega langt kast, en það er kannski óþarfi að láta lengd kastanna skyggja á stuttu köstin og tökurnar sem langoftast eru vel innan kastfæris medium action stanga.

    Nú er Harry karlinn kominn á þetta skeið, hann vill endilega ná þessum löngu köstum og þá dugar medium action stöngin ekki lengur, eða hvað? Þurfa góðir kastarar þessar stífu fast action stangir til að ná þessum löngu köstum? Ég treysti mér ekki til að segja af eða á um þetta, en eitt er víst, allir þeir sem ég þekki og geta kastað langt, mjög langt eru vopnaðir stífum stöngum. Flestar stangir sem falla undir þessa skilgreiningu svigna aðeins niður um þriðjung lengar frá toppi þannig að þær hlaðast mjög fljótt í kastinu og að sama skapi skila þær hleðslunni hratt út í línuna, hraði línunnar verður því samsvarandi meiri.

    En þegar kemur að veiði þar sem framsetning flugunnar skiptir höfuðmáli, þá eru þessar stangir ekki sérstaklega hentugar og þær deyfa upplifun veiðimannsins af fiski til muna meira en mýkri stangir. Fast action stangir virka best fyrir þá sem kasta snöggt, þurfa að berjast við mótvind og eru að veiða stóra fiska með stórum eða þungum flugum. En þar með er ekki sagt að það sé ekki hægt að veiða með línu #6 og flugu #22 á þessar stangir, það er vel mögulegt. Að vísu temprar stíf stöng ekki óvæntar hreyfingar fisksins eins vel og mýkri stöng, en vanur veiðimaður hefur þá önnur spil á hendinni til að grípa í sem vega upp á móti þessum galla.

  • Miðjumoð Harry’s

    19.desember 2019
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Að því gefnu að Harry hefði ekki endanlega misst allan áhuga á að leita sér að flugustöng á sínum tíma, þá þætti mér ekki ólíklegt að hann ætti nú þegar miðlungs hraða stöng. Flestar fyrstu stangir veiðimanna eru medium action. Þetta eru stangirnar sem hlaða sig niður að miðju eða aðeins lengra. Þrátt fyrir að vera stífari heldur en slow action stangirnar, þá er nóg eftir af tilfinningu í stönginni þannig að veiðimaðurinn finnur vel fyrir fiskinum. Stífleikanum fylgir það einnig að maður finnur betur hvort línan hleður stöngina að einhverju marki sem er töluverður kostur, ekki satt.

    Að þessu sögðu, þá er rétt að taka það fram að þessar stangir eru ekki á neinn hátt eyrnamerktar byrjendum eingöngu. Margir veiðimenn sem hafa frekar hægan kaststíl velja þessar stangir einfaldlega vegna þess að þær virka heilt yfir vel í púpuveiði, þurr- og straumflugur. Með bættum efnum og aðferðum við stangarframleiðslu, hafa þessar stangir öðlast nýtt líf. Þær nýrri hlaða sig jafnvel betur en áður, bjóða samt sem áður upp á sömu mýktina og leyfa veiðimanninum að finna vel fyrir jafnvel minnsta fiski.

    Þeir veiðimenn sem hafa tamið sér hraðan kaststíl eru yfirleitt ekki sáttir við svona stangir, finnst þeir ekki ná nægri hleðslu úr þeim og kjósa heldur stífari stangir.

  • Hægfara Harry

    12.desember 2019
    Græjur

    Upp

    Forsíða

    Eftir hugljómun Harry‘s hér um daginn, sjá Að vera eins og Harry, þá fór hugur hans til stanga að leita út fyrir stöngina sem valdi hann. Þetta er ekki óalgengt hjá þeim sem hafa náð valdi á sinni fyrstu stöng, stöng sem mögulega fyrirgefur auðveldlega byrjendamistökin í flugukastinu og virkar fullkomlega, en viðkomandi langar að prófa eitthvað nýtt. Á þessum tímapunkti standa veiðimenn frammi fyrir þessu eilíflega vandamáli sem hugtakanotkun framleiðenda stanga getur verið.

    Ef þú, lesandi góður nennir ekki að lesa meira, hvað þá næstu tvær greinar um Harry sem eiga eftir að birtast, þá er styttri útgáfan af þeim öllum svona:

    Í þessari grein verður sagt frá slow action stöngum sem bogna alveg að 90% niður að handfanginu. Í næstu grein verður sagt frá medium action stöngum sem bogna allt að 60% niður að handfanginu. Síðasta greinin um Harry verður um fast action stangir sem bogna að mestu í efstu 30%.

    Á síðari árum hafa stangarframleiðendur snúist af hinum hæga, mjúka vegi og stífnað heldur upp. Hugtakið slow action er nánast horfið úr lýsingum á nýjum stöngum og í dag heita þær orðið full flex eða eitthvað sem gefur til kynna að þær séu sérhannaðar til þess að leggja fluguna fallegar fram. Það hefur í raun sáralítið breyst í þessum stöngum, þær eru ennþá boðnar í lengdum frá 6 fetum og upp í 9 og eru svolítið eins og hálfsoðið spaghettí þegar maður tekur á þeim í veiðiversluninni.

    Þessar stangir eiga það sameiginlegt að í kasti með línu og öllu þá svigna þær alveg niður í handfangið og virka hægar. Hvert einasta kast er hlaðið tilfinningu fyrir ferli línunnar, en það er eiginlega eina hleðslan sem talandi er um. Ef fiskur tekur fluguna, þá fer það ekkert fram hjá veiðimanninum og hann finnur fyrir honum alla leið í háfinn. Þetta eru stangirnar sem þurrfluguveiðimenn vilja, lítið afl í þeim og línuhraðinn afskaplega lítill.

    Sá sem ætlar með svona stöng í mikið vatn þar sem fiskurinn liggur lengst í burtu á í vændum ótrúlega tíðindalitla veiðiferð, hvað þá ef það blæs einhver vindur.

«Fyrri síða
1 2 3 4 5 … 7
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar