Vöðluþvottur

Lengi vel trúði ég því eins og nýriðnu neti að maður mætti ekki þvo vöðlurnar sínar, þá færi öll vatnsvörn úr þeim o.s.frv. Á endanum kom nú samt að því að ég bara varð, það varð ekki hjá því komist að þvo þær, slík var umhverfisógn þeirra orðin.

Þessum veitti ekki af þvotti

Það er nú samt ákveðin fyrirvari á því hvaða vöðlur megi og hvernig eigi að þvo þær. Hefðbundnar öndunarvöðlur1) má alveg handþvo, sumar hverjar má jafnvel setja á kalt þvottakerfi í þvottavél. Raunar ætti að þvo vöðlur reglulega því ef efnið í vöðlunum nær að verða pakkað af drullu, þá hættir vatnsfælan í efninu að virka, vöðlunar byrja að safna í sig vatni og beinlínis fara að leka í gegnum efnið. Það er betra að vera með lítið virka vatnsfælu í stað skítugrar.

Ef vöðlurnar eru svo óhreinar að fyrirséð er að nota verði þvottaefni 2), þá eru nokkur atriði sem ber að varast:

  • Ekki nota þvottaefni sem inniheldur bleikiefni (klórsambönd t.d.)
  • Þvottaefni með mýkingarefni á aldrei að nota á vatnshelt efni
  • Notið lyktarlaust þvottaefni, lykt í þvottaefni er yfirleitt kemísk og fer ekki vel með vatnsfæluna

Eftir þvott á að leyfa vöðlunum að þorna, ekki setja þær í þurrkarann og gætið þess vel að þær sé fullþornaðar áður en þið ætlið mögulega að endurnýja vatnsfæluna í efninu.

Hér geta óhreinindin safnað í sig vatni og ….

Svo má ekki gleyma veiðijökkunum, flesta þeirra má einnig þvo en gætið þá sértstaklega að fyrirvara 1) hér að neðan.

1) Hefðbundnar vöðlur eru m.a. Guideline, Orvis, Patagonia, Scierra og Simms. Kynnið ykkur þvottaleiðbeiningar framleiðanda áður en þið þvoið vöðlurnar, ef þið finnið ekki þvottaleiðbeiningar, hafið þá samband við söluaðila og óskið leiðbeininga.

2) Þvottaefni sem sérstaklega eru ætluð útvistarfatnaði henta vöðlum ágætlega. Meðal vörumerkja sem leitandi er að hér á Íslandi er t.d. Nikwax og Revivex sem hvoru tveggja bjóða upp á þvottaefni og efni til að endurnýja vatnafæluna í efninu. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda um þvott og endurnýjun vatnsfælunnar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com