Eins og hundur

Það eru ótrúlega mörg orðasambönd sem tengjast hundum; að vera eins og snúið roð í hundi, að vera nasvís eins og hundur, það er hundur í honum, það er ekki hundi út sigandi og lykta eins og hundur af sundi. Það síðasta er eiginlega það sem ég var að leita eftir. Að lykta eins og hundur af sundi er ekki neitt sérstaklega eftirsóknarvert, í það minnsta finnst mér það ekki.

Það kemur þó fyrir að kvöldi að maður lyktar eins og hundur af sundi þegar maður fer úr vöðlunum eftir langan dag í veiði. Það er vissulega misslæmur þefurinn af manni, stundum er maður einfaldlega ekki í húsum hæfur, stundum er manni skipað að fara úr sokkum og öðrum plöggum sem þefja, en trúlega er versta útgáfan af þessu sú þegar maður er vinsamlegast beðinn að yfirgefa veiðisvæðið og ekki láta sjá sig þar aftur.

Oft kemur nú fyrir að maður svitnar í venjulegum fötum og þá er það sjaldnast tiltökumál, maður þrífur sig og skiptir um föt og málið er dautt. En maður skiptir ekki svo glatt um vöðlur í miðjum veiðitúr. En það eru nokkur einföld ráð sem duga ágætlega til að teygja á tímanum sem það tekur vöðlunar að gerast brotlegar við banni við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.

Þegar þú tekur þér pásu frá veiði, farðu þá úr vöðlunum (það dugar ekki að bretta þær bara niður). Snúðu vöðlunum á rönguna og leyfðu að lofta um þær á meðan þú nýtur nestisins og kaffibollans. Bakteríur eru náttúrulegur fylgifiskur alls lífs, við kjöraðstæður eins og í raka og stöðnuðu lofti eins og í vöðlunum, þá fjölgar þeim ansi hressilega með tilheyrandi óþef. Þegar svo er komið að vöðlurnar anga bæði þurrar og rakar, þá er örugglega tími til kominn að þvo þær.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com