FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Urriði

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Almennt skiptist urriðastofninn á Íslandi í tvennt; staðbundin urriði og sjóbirtingur. Staðbundin urriði er gulleitur/brúnn á lit, meðan sjóbirtingur er silfurgljáandi og hvítur á kvið.

    Vatnaurriði Ísaldarurriðinn er sá urriði sem að stofninum til tók sér bólfestu í Íslenskum ám og vötnum við lok síðustu ísaldar fyrir u.þ.b. 12.000 árum. Sjógenginn urriði (sjóbirtingur) lokaðist inni í vötnum á núverandi hálendi Íslands, m.a. vegna landris og annarra jarðfræðilegra breytinga. Þetta er m.a. skýringin á því af hverju Þingvallaurriðinn og Veiðivatnaurriðinn eru eins skyldir og raun ber vitni. Útbreiðsla Ísaldarurriðans hefur þó raskast nokkuð með tilkomu seyðasleppinga í ýmiss vötn utan þeirra upprunalegu. Í lang flestum tilfellum gengur urriðinn upp í ár og læki þar sem hann hryggnir í september og október. Hrognin klekjast síðan með vorinu, frá byrjun mars og fram í lok maí. Auðvitað eru þessar tímasetningar misjafnar eftir legu vatna. Seiðin ganga síðan niður í vatnið eftir 2 – 4 ár í straumi. Kynþroska verður fiskurinn 3 – 4 ára.

    Sjóbirtingur Svo virðist vera sem gönguhegðun sjóbirtings taki á sig form hjá 2 – 5 ára gömlum fiskum. Hryggning og klak sjóbirtings á sér stað á svipuðum tíma og hjá vatnaurriðanum. Fiskurinn heldur kyrru fyrir í ám og lækjum fyrstu árinn að jafnaði örlítið lengur en vatnaurriðinn. Fiskurinn dvelur 4 – 5 mánuði í sjónum áður en hann snýr aftur til vetursetu í ferskvatni, yfirleitt í ágúst – september. Þessari gögnuhegðun heldur hann þaðan í frá allt sitt líf.

    Mynd: Wikipedia / public-domain-image.com
  • Murta

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Murta finnst víða á Íslandi. Murtan, líkt og sílableikjam er rennilegur fiskur með fremur oddmjótt trýni og er neðri skolturinn jafn langur eða styttri en sá efri. Ekki er óalgengt að menn taki murtu í misgripum fyrir smávaxna sílableikju og stimpli hana sem eitthvert kóð og sleppi. Meðal nokkurra þekktra murtuvatna á Íslandi eru; Þingvallavatn, Vesturhópsvatn, Skorradalsvatn og Langavatn. Stærð murtu er mjög mismunandi, allt frá 12 til 30 sm. og verður hún kynþroska 4 – 6 ára. Hryggna murtunnar breytir lítið um lit á hryggningartímanum, en hængurinn dökknar töluvert. Hryggning á sér stað síðari hluta september og fram í miðjan október, nokkuð mismunandi eftir landshlutum.

    Murta úr Þingvallavatni
    Murta úr Þingvallavatni
  • Sílableikja

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Sílableikjan er silfruð með ljósum doppum. Hún heldur sig mest á botninum, frekar djúpt og þá helst innan um botngróður á 10 – 30 m dýpi. Þrátt fyrir þetta má almennt vænta sílableikju á nánast öllum búsvæðum bleikju. Sílableikjan dökknar mikið á höfði, hliðum og baki á hryggningartímanum og líkt og kuðungableikjan, roðnar hún á kviði. Fiskurinn verður kynþroska 6 – 10 ára og hryggning stendur yfir allt frá september og fram í nóvember.

    Sílableikja – Náttúrufræðistofa Kópavogs – natkop.is
  • Kuðungableikja

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar. Á hryggningartímanum roðnar kviður bleikjunnar all verulega og getur orðið dökk appelsínugulur. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi, heldur leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmiss botnlæg dýr. Kynþroska verður fiskurinn 6 – 10 ára og er þá á bilinu 25 – 50 sm að lengd. Bleikjur, ólíkt öðrum laxfiskum, hryggna að öllu jöfnu í vatni, ekki ám eða lækjum. Hafi hryggning átt sér stað í straumvatni, ganga seyðinn strax í næsta vatn um leið og þau klekjast. Hryggning á sér að öllu jöfnu stað í júlí – ágúst. Klaktími er nokkuð misjafn, alveg frá því í janúar og fram í júli, allt eftir hitastigi, stærð eggja og umhverfisaðstæðum hverju sinni.

    Kuðungableikja
  • Dvergbleikja

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Dvergbleikja er smæst þeirrar bleikju sem finnast á Íslandi. Kynþroska verður fiskurinn 2 – 4 ára og er á bilinu 7 – 24 sm að lengd. Hryggningartími dvergbleikju er mjög mismunandi eftir landshlutum, ág.- sept. fyrir norðan land, mánuði síðar sunnanlands. Dvergbleikja heldur sig á grynningum eða efri hluta botnsins og lifir mest á kuðungum. Hún er sá stofn bleikju sem virðist vera bundin í útliti seyðis um allan aldur; er kubbsleg í vexti, dökkleit, oft brún og hliðarnar alsettar gulleitum depplum.

    Dvergbleikja
  • Regnbogasilungur

    28.september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Regnbogasilungur lat: Oncorhynchus mykiss á sér ekki náttúruleg heimkynni á Íslandi en var fluttur hingað til eldis um miðja síðustu öld. Eitthvað er um að regnbogasilungi sé/hafi verið sleppt í vötn á Íslandi en hann á afar erfitt með að koma seyðum á legg þar sem hann, ólíkt öðrum silungi í Evrópu, hryggnir að vori en ekki hausti.

    Mynd: Wikipedia / public-domain-image.com
«Fyrri síða
1 … 7 8 9

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar