Silungurinn elskar tilbreytingu
Veiðistaðir þar sem umhverfið er breytilegt, mismunandi dýpi og breytilegur straumur eru líklegastir til að geyma flesta fiska. Við urðum varir við að fiskurinn var síður fælinn þar sem fæðan var áberandi, t.d. þar sem straumur var klofinn af stórum steini og því stutt í öruggt skjól. Mér tókst frekar að nálgast fiskinn á slíkum stöðum heldur en í lygnum og breiðum. Þú gerir sjálfum þér greiða með því að einblína meira á staði þar sem straumurinn og botninn eru breytilegir.
Kirk Deeter
Hér eru engin geimvísindi á ferðinni og þetta þekkja veiðimenn mæta vel. En, góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Nokkrir punktar frá mér sem hafa bent á þetta eru t.d. Hvar er fiskurinn? auk fjölda greina í flokkinum Veiðitækni sem hægt er að skoða í heild sinni með því að smella hér.
Senda ábendingu