Þyngdin skiptir máli
Þyngdin skipti miklu máli þegar kemur að púpuveiðum, sérstaklega þegar þið ætlið að glepja fiskinn með flugum eins og Prince eða Copper John. Ef ákveðið klak er í gangi eða þegar massi af skordýrum skolast með vatninu einbeitir silungurinn sér að þessum skordýrum og étur eins og hann getur. Ef hann aftur á móti dólar bara í vatninu og étur eftir því sem til fellur verður þú beinlínis að hitta hann í hausinn.
Ég sá fiskinn sveigja rólega til sitthvorrar áttar, fáeinar tommur í einu, týnandi upp eitt og eitt skordýr í vatninu en hunsa algjörlega þau sem flutu á yfirborðinu. Í eitt skipti náðum við þyngdinni akkúrat í flugurnar, þær flutu í sama plani og fiskurinn hélt sig, sitt hvoru megin við skoltana á honum, og kræktu í hann.
Í öðru tilfelli notuðum við fjarstýrði myndavélarnar til að fylgjast með torfu 50 sm. urriða sem átu í lygnu undir fossi. Vegna þess að fiskarnir voru að éta skordýr sem risu með uppstreyminu stóðu þeir beinlínis kyrrir í vatninu í 45° halla, trýnið niður. Við yfirspekkuðum tauminn til þess að skjóta flugunum beint á botnin og lyftum þeim síðan rólega upp af botninum. Einn af þessum stóru urriðum hamraði beinlínis fluguna þegar hún reis.
Punkturinn er: Þú ættir að skipta þrisvar um þyngd áður en þú skiptir í aðra flugu.
Kirk Deeter