Febrúarflugur fengu þrjár þrælgóðar veiðikonur sem hnýta sínar flugur sjálfar í spjall um heima og geyma fluguhnýtinga. Þær eru Anna Lilja, Helga Gísla og Þóra Sigrún.
-
Þrjár þrælgóðar – hlaðvarp
Höfundur:
-
Febrúarflugur á Instagram
Febrúarflugur eru ekki aðeins á Facebook, þær er einnig að finna á Instagram og þar hafa margar kunnuglegar flugur komið fram með millumerkinu #februarflugur að undanförnu.
En það hafa einnig komið inn flugur á Instagram sem ekki er að finna í hópinum Febrúarflugur á Facebook. Ef okkur skjátlast ekki þeim mun meira, þá eru tveir aðilar sem aðeins setja inn flugur á Instagram en það eru Instagram notendurnir @arnasonflytying og @flugugram en þeir eru virkilega þess virði að fylgja.
Þær flugur sem finna má á Instagram með millumerkinu #februarflugur eru hér í einu safni í slembiröð:
Höfundur:
-
Fréttir af Febrúarflugum
Febrúarflugur hafa farið með eindæmum vel af stað og að morgni þessa dags þá eru flugurnar komnar vel yfir 300 og útlitið er sérlega gott um helgina fyrir fluguhnýtingar. Spáin gerir ráð fyrir leiðinlegu útivistarveðri víðast hvar um landið, töluverðu frosti og víða gengur á með éljum. Sem sagt; tilvalið veður til að setjast niður við hnýtingarþvinguna og setja í nokkrar flugur.
Mánudagurinn 7. febrúar er fyrsti Þemadagur Febrúarflugna. Að þessu sinni urðu eins efnis flugur fyrir valinu og meðlimir Febrúarflugna eru hvattir til að hnýta slíkar flugur. Til glöggvunar þá eru eins efnis flugur þær flugur sem innihalda aðeins eitt hnýtingarefni fyrir utan krók og þráð.

Það er engin kvöð að taka þátt í Þemadögum Febrúarflugna því eins og venjulega eru allar flugur velkomnar inn í Febrúarflugur, en það gæti verið skemmtilegt að sjá hvað hnýturum dettur í hug að setja saman úr einu hráefni.
Enn fjölgar styrktaraðilum Febrúarflugna og nú hefur Kolskeggur bæst í hópinn og eru styrktaraðilar því orðnir 11 þetta árið. Innan skamms mun FOS.IS kynna þá betur og ýtarlegar til leiks.

Eftir því sem tök eru á setjum við inn myndir úr Febrúarflugum, bæði af Facebook og Instagram inn á FOS.IS og nú þegar eru komnar 300 myndir inn á Febrúarflugur fyrir þá sem ekki hafa tök á að fylgjast með á ofangreindum miðlum. Við minnum millumerkið okkar á Instagram, allar myndir sem merktar eru #februarflugur taka sjálfkrafa þátt í þessu litla átaki okkar allra.
Höfundur:
-
Fjórir fræknir – hlaðvarp
Febrúarflugur fengu fjóra frækna fluguhnýtara í spjall um heima og geyma fluguhnýtinga í tilefni Febrúarflugna. Gestir þessa fyrsta hlaðvarps voru þeir Sigurður Héðinn, Eiður Kristjánsson, Hrafn Ágústsson og Sigþór Steinn Ólafsson.
Höfundur:
-
Fyrsti í Febrúarflugum
Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn.
Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt undir með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Að þessu sinni eru styrktaraðilar okkar þessi:
Ein að nýjungum Febrúarflugna þetta árið er Fluguhnýtingakeppni Haugsins og Febrúarflugnaar þar sem keppt er í fjórum flokkum; Meistaraflokki, Almennum flokki, Púpuflokki og Unglingaflokki. Reglur keppninnar eru hér að neðan en þær má einnig sækja á PDF formi hérna.

Haugur og Febrúarflugur efna til fluguhnýtingakeppni í fjórum flokkum í febrúar. Keppt verður í Meistaraflokki, Almennum flokki, Púpuflokki og Unglingaflokki. Flugunum ber að skila í síðasta lagi 22. febrúar 2022 á Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík í þremur umslögum. Flugan sjálf í einu umslagi sem merkt er leyninafni þátttakanda og flokki sem hún tilheyrir, nafn þátttakanda í öðru umslagi sem einnig er merkt leyninafni og bæði umslögin í einu ómerktu.
Fyrst og fremst verður horft til handbragðs og frágangs flugna, ásamt því að þær verða að uppfylla ýtrustu kröfur og reglur varðandi jafnvægi í flugu.
Meistaraflokkur
Þátttakendur í þessum flokki hnýti fluguna Nighthawk samkvæmt upprunalegri uppskrift:
- Þráður: Rauður
- Broddur: Ávalt silfur
- Stél: Hausfjöður gullfasana og fjöður af Kingfisher
- Kragi: Rauð ull eða rauð selshár
- Vöf: Ávalt silfur
- Búkur: Flatt silfur
- Skegg: Svart
- Vængur: Svartur kalkúnn eða svört gæs (má vera hárefni)
- Kinnar: Frumskógarhani með Kingfisher yfir
- Horn: Macaw
- Toppur: Gullfasani
- Haus: Tvískiptur, rauður aftar og svartur fremri
Almennur flokkur
Þátttakendur í þessum flokki hnýti flugu Sigurðar Héðins, Haugur samkvæmt eftirfarandi uppskrift:
- Þráður: Fire Orange
- Skott: Svart með tveimur bláum krystalþráðum
- Búkur: Pearl floss mylar
- Skegg: Kóngablá hæna
- Vængur: Svartur með tveimur bláum krystalþráðum
- Haus: Fire Orange
Púpuflokkur
Í þessum flokki ræður sköpunargáfan og hnýturum er frjálst hvað þeir senda inn. Hér verður haft að viðmiði að handbragð sé gott og helstu reglum um púpur sé fylgt.
Unglingaflokkur ( 0 – 16 ára )
Hér fær sköpunargleðin fyrst og fremst að ráða för. Fyrst og fremst verður horft til frumleika og sköpunargáfu. Sem dæmi að ef einhver getur hnýtt Homer Simpson á öngul, mun sú hnýting skora hátt. Í þessum flokki má senda inn laxa-, bleikju-, urriða- eða sjóbirtingsflugu. Athugið að aldurstakmark er 16 ára í þessum flokki.
Verðlaun
Í hverjum flokki fyrir sig eru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Verðlaunin eru þau sömu í öllum flokkum og þau eru:
- Fyrsta sæti: 15.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop
- Annað sæti: 10.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop
- Þriðja sæti: 5.000 króna úttekt á hnýtingarefni hjá Haugur Workshop
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Héðinn hjá Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1, í síma 8344434 eða með tölvupósti siggi@haugur.is
Höfundur:
-
Lokafréttir Febrúarflugna 2021
Nú er Febrúarflugum lokið að þessu sinni. Það má eiginlega segja að þátttakendur hafi farið á kostum síðustu daga mánaðarins og það beinlínis streymdu inn flugur og nýir þátttakendur á hverjum degi.
Að lokum fóru leikar svo að alls bárust 1.430 flugur / myndir inn í mánuðinum, meðlimum hópsins á Facebook fjölgaði snarlega upp í 952 og á endanum voru það 192 hnýtarar sem lögðu til flugur í mánuðinum.
Íslendingum er tamt að hampa hópíþróttum á góðum degi, fótbolta-, handbolta- og körfubolaliðum. Ef við heimfærum þann fjölda sem lagði sitt að mörkum í febrúar, þá má smala saman í nokkur slík lið og hefði það eflaust þótt fréttaefni.

FOS.IS hefur lengi staðið í þeirri trú að fjöldi hnýtara væri töluvert meiri en almennt væri talið og það væri mjög orðum aukið að fluguhnýtingar væru deyjandi á Íslandi. Eigum við eitthvað að ræða þann fjölda sem tók þátt í Febrúarflugum 2021 eða þann fjölda af flugum sem komu fram í mánuðinum?

Ekki má gleyma styrktaraðilum Febrúarflugna, þeir fóru á kostum og gerðu okkur kleyft að draga út nöfn 27 heppinna hnýtara sem hlutu viðurkenningar fyrir sitt framlag í ár. Nöfn og viðurkenningar hafa verið birtar í hópinum á Facebook og samband verið haft við styrktaraðilana. Enn og aftur, kærar þakkir fyrir stuðninginn þetta árið.
FOS.IS er fyrst og fremst þakklæti í huga, en líka örlítill aðgerðarkvíði. Sökum ýmissa anna hefur myndasafnið með flugum ársins ekki verið uppfært hér á síðunni í 3-4 daga og það er töluverður haugur af myndum sem bíður vinnslu og innsetningar. Vonandi tekst okkur að ljúka þeirri vinnu á morgun og þá uppfærum við myndasafnið þannig að það verður hægt að skoða allar flugurnar á einum stað.
Það er von okkar að meðlimir hópsins og allur sá fjöldi sem fylgdist með átakinu hér á FOS.IS hafi haft jafn gaman að þessu eins og við. Þetta var frábær mánuður, takk fyrir þátttökuna.
Höfundur:


