Flýtileiðir

Fréttir af Febrúarflugum

Það hljóta að hafa verið annasamir dagar hjá hnýturum undanfarnar vikur ef marka má dugnað þeirra við að setja inn sýnishorn af hnýtingum sínum á Febrúarflugur það sem af er mánuðinum, 1.100 flugur komnar inn, hver annarri flottari. Svo kitlaði það auðvitað ánægjutaugarnar í gær þegar meðlimur nr. 1.200 gekk til liðs við Febrúarflugur. Það er jú fjöldi þeirra sem fylgjast með og sýna fluguhnýtingum áhuga sem er til marks um ágæti þessa áhugamáls, takk fyrir frábærar undirtektir.

Í byrjun vikunnar auglýsti FOS.IS eftir ófeimnum hnýturum í spjall fyrir hlaðvarp Febrúarflugna. Við leitum að hnýturum sem annað hvort eru að stíga sín fyrstu skref eða eru að endurnýja áhuga sinn á fluguhnýtingum í smá spjall yfir netið, 3 – 4 í sitthvorn þáttinn. Við eigum kannski smá verk fyrir höndum að draga hnýtara út úr skápnum m.v. undirtektirnar, en hver veit nema einhverjir gefi sig á tal við okkur á Malbygg í kvöld (miðvikudagskvöldið) þar sem Þrír á stöng og FOS.IS standa fyrir fluguhnýtingakvöldi frá kl.19 og fram eftir kvöldi. Annars eru hnýtarar hvattir til að gefa kost á sér í spjall með því að senda FOS.IS skilaboð eða tölvupóst, fullri nafnleynd er heitið, eða þannig sko.

Smá skilaboð til þeirra sem hyggjast mæta á hnýtingakvöldið í kvöld; takið endilega með ykkur hnýtingagræjur og ljós ef þið viljið sjá til, jafnvel fjöltengi ef því er að dreifa. Miðað við undirtektir þá er óvíst að aðstandendur hafi úr nógum græjum að moða fyrir alla gesti kvöldsins.

Þess ber að geta að upplýst hefur verið um meðlimi Hrafnaþings hnýtingakvöldsins, en það eru þeir nafnarnir Hrafn Ágústsson og Hrafn H. Hauksson sem ætla að taka sæti gestahnýtara kvöldsins á Malbygg. Það ber sjaldan jafn vel í veiði fyrir áhugafólk um fluguhnýtingar að berja þessa snillinga augum á einum og sama staðnum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com