FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Febrúarflugur að hefjast

    31. janúar 2023
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Nú eru Febrúarflugur 2023 rétt handan við hornið og það sem heitið gæti formleg dagskrá liggur fyrir og síðustu styrktaraðilar átaksins hafa verið að tilkynna stuðning sinn síðustu daga.

    Eins og undanfarin ár verður heimavöllur Febrúarflugna á Facebook þar sem áhugasamir geta fylgst með þeim flugum sem hnýtarar eru að dunda við í mánuðinum. Þeir sem ekki eru á Facebook geta annað hvort póstað myndum á Instragram og merkt þær með #februarflugur eða sent FOS.IS tölvupóst með myndum og við sjáum um að pósta þeim á Facebook í nafni sendanda.

    Þetta árið mun FOS.IS standa fyrir viðburði föstudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:00 og hefur Stangaveiðifélagið Ármenn léð félagsheimili sitt að Hverafold 1-5 til afnota þetta kvöld.

    Við undirbúning kvöldsins vaknaði sú hugmynd að leyfa fylgjendum Febrúarflugna og hnýturum sjálfum að fylla dagskrá kvöldsins. Eins skemmtilegt og það er að fylgjast með nýjum flugum á netinu, þá er líka áhugavert að sjá hnýtingar í raunheimum og jafnvel nýta tækifærið til að spyrja út í aðferð og efnisval í flugu. Því langar FOS.IS að biðja alla sem sjá áhugaverða flugu í Febrúarflugum og vilja fræðasta meira um hana að setja komment undir innsenda mynd með #langaraðsjá og FOS.IS mun kanna hvort viðkomandi hnýtari sjái sér fært að mæta þann 17. og hnýta eins og eina slíka og mögulega svara fyrirspurnum gesta. Vitaskuld eru allir hvattir til að mæta með hnýtingargræjur, hnýta nokkrar flugur og eiga létta og skemmtilega stund með öðru áhugafólki um flugur og fluguhnýtingar.

    Eins og undanfarin ár höfum við haft nokkurn pata af Febrúarflugukvöldum hingað og þangað á vegum stangaveiðifélaga og hnýtingarklúbba í febrúar. Þeim sem vilja koma slíkum kvöldum á framfæri við meðlimi Febrúarflugna og á FOS.IS er velkomið að senda okkur skilaboð á heimasíðu okkar eða á Facebook og við munum koma viðburðinum á framfæri.

    Fleira var það ekki að sinni, góða skemmtun kl.00:01 þann 1. febrúar þegar fyrstu flugurnar detta inn á Febrúarflugur 2023.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lokafréttir af Febrúarflugum

    2. mars 2022
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Endanleg niðurstaða Febrúarflugna var kunngjörð í gærkvöldi og það er skemmst frá því að segja að öll eldri met voru slegin að þessu sinni. Við sama tækifæri voru 23 heppnir hnýtarar dregnir úr hópi hnýtara og hljóta þeir myndarlegar viðurkenningar sem styrktaraðilar átaksins létu í té þetta árið.

    FOS.IS þakkar öllum sem komu að Febrúarflugum þetta árið; meðlimum hópsins, hnýturum, styrktar- og samstarfsaðilum.  Allar flugur ársins má sjá á einu bretti með því að smella hérna.

    Síðdegis í dag lauk síðan dómnefnd störfum í Fluguhnýtingarkeppni Haugsins 2022. Haugur Workshop sendir þátttakendum í keppninni kærar þakkir fyrir þátttökuna og óskar þeim til hamingju með þeirra framlag. Alls bárust 37 flugur í keppnina og dómnefndinni var töluverður vandi á höndum í vali sínu. Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna í Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1 við tækifæri.

    Unglingaflokkur: 1.sæti Hilmar Þór Sigurjónsson – 2. sæti Hannes Örn Kristinsson – 3. sæti Alexander Ari

    Púpuflokkur: 1.sæti Þóra Sigrún Hjaltadóttir – 2. sæti Kristinn Örn Arnarson – 3. sæti Ragnar Ingi Danner

    Meistaraflokkur: 1.sæti Árni Freyr Árnason – 2. Móri

    Haugur: 1.sæti Ragnar Ingi Danner – 2. sæti Sigurður Árni Magnússon – 3. sæti Benedikt Vagnsson

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fréttir af Febrúarflugum

    26. febrúar 2022
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Nú er síðasta helgin í febrúar gengin í garð og hillir undir lok mánaðarins. Síðasti þemadagur Febrúarflugna verður mánudaginn 28. febrúar sem jafnframt er lokadagur átaksins þetta árið. Kveikjan að þemanu hefur stækkað fyrir augum okkar dag frá degi í mánuðinum og er beinlínis farin að kalla á aðgerðir;

    En það er fleira sem hefur aukist í mánuðinum. Fyrir það fyrsta þá hefur meðlimum hópsins á Facebook fjölga úr tæplega 1.000 í rétt um 1.300 sem endurspeglast heldur betur í fjölda þeirra sem sett hafa inn myndir, en þeir eru komir vel yfir 200. Eitthvað hefur tosast inn af flugum, síðasta talning sem gerð var árla morguns taldi 1.646 flugur í öllum mögulegum útfærslum og gerðum. Efst í huga okkar er þakklæti til ykkar allra sem hafið séð af tíma ykkar í mánuðinum til að deila flugum, hvetja og koma með gagnlegar ábendingar og almennt vera jákvæð og uppbyggileg í þessu litla átaki okkar.

    Styrktaraðilar okkar þetta árið hafa heldur betur lagt sitt að mörkum, fyrst og fremst hnýturum til hagsbóta eins og venjulega. Þeim ber að þakka sérstaklega fyrir;

    feb_st_ifwS
    feb_st_flugufrettirS
    feb_st_efluganS
    feb_st_fishpartnerS
    feb_st_haugurS
    fos_st_kolskeggurS
    feb_st_valdemarsson20S
    feb_st_vesturrost20S
    feb_st_rodS
    feb_st_veidikortidS
    feb_st_veida
    feb_st_JOAKIMSS
    feb_st_flugubullan20S

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fréttir af Febrúarflugum

    16. febrúar 2022
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Það hljóta að hafa verið annasamir dagar hjá hnýturum undanfarnar vikur ef marka má dugnað þeirra við að setja inn sýnishorn af hnýtingum sínum á Febrúarflugur það sem af er mánuðinum, 1.100 flugur komnar inn, hver annarri flottari. Svo kitlaði það auðvitað ánægjutaugarnar í gær þegar meðlimur nr. 1.200 gekk til liðs við Febrúarflugur. Það er jú fjöldi þeirra sem fylgjast með og sýna fluguhnýtingum áhuga sem er til marks um ágæti þessa áhugamáls, takk fyrir frábærar undirtektir.

    Í byrjun vikunnar auglýsti FOS.IS eftir ófeimnum hnýturum í spjall fyrir hlaðvarp Febrúarflugna. Við leitum að hnýturum sem annað hvort eru að stíga sín fyrstu skref eða eru að endurnýja áhuga sinn á fluguhnýtingum í smá spjall yfir netið, 3 – 4 í sitthvorn þáttinn. Við eigum kannski smá verk fyrir höndum að draga hnýtara út úr skápnum m.v. undirtektirnar, en hver veit nema einhverjir gefi sig á tal við okkur á Malbygg í kvöld (miðvikudagskvöldið) þar sem Þrír á stöng og FOS.IS standa fyrir fluguhnýtingakvöldi frá kl.19 og fram eftir kvöldi. Annars eru hnýtarar hvattir til að gefa kost á sér í spjall með því að senda FOS.IS skilaboð eða tölvupóst, fullri nafnleynd er heitið, eða þannig sko.

    Smá skilaboð til þeirra sem hyggjast mæta á hnýtingakvöldið í kvöld; takið endilega með ykkur hnýtingagræjur og ljós ef þið viljið sjá til, jafnvel fjöltengi ef því er að dreifa. Miðað við undirtektir þá er óvíst að aðstandendur hafi úr nógum græjum að moða fyrir alla gesti kvöldsins.

    Þess ber að geta að upplýst hefur verið um meðlimi Hrafnaþings hnýtingakvöldsins, en það eru þeir nafnarnir Hrafn Ágústsson og Hrafn H. Hauksson sem ætla að taka sæti gestahnýtara kvöldsins á Malbygg. Það ber sjaldan jafn vel í veiði fyrir áhugafólk um fluguhnýtingar að berja þessa snillinga augum á einum og sama staðnum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fluguhnýtingakvöld

    14. febrúar 2022
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Þrír á stöng í samvinnu við FOS.IS og Febrúarflugur býður til hnýtingakvölds á Malbygg Taproom, Skútuvogi 1H, miðvikudaginn 16. febrúar, húsið opnar kl.19:00.

    Malbygg verður með tilboð á barnum, efnt verður til happdrættis, open mæk og á staðnum verða vanir hnýtarar sem aðstoða og leiðbeina þeim sem þess óska. Áhugasömum er bent á að fylgjast með og skrá sig á Fluguhnýtingakvöld! á Facebook.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fréttir af Febrúarflugum

    12. febrúar 2022
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Eins og slegið var föstu í síðasta hlaðvarpi Febrúarflugna þá verður þema Febrúarflugna, mánudaginn 14. febrúar, bleikar flugur og helst með miklu blingi. Eins og áður, þá er engin skylda að taka þátt í þemadögunum, en ef undirtektirnar verða eitthvað í líkingu við það sem varð síðasta mánudag, þá verður ýmislegt bleikt á ferðinni í hópinum á Facebook á mánudaginn.

    Niðurstaða úr örsnöggri talningu á innleggjum mánaðarins á Facebook og Instagram, þá eru tæplega 900 flugur komnar inn og meðlimir Febrúarflugna eru nú 1.175 og fjölgar daglega.

    Í vikunni fjölgaði enn i hópi styrktaraðila þegar e-FLUGAN bættist í hópinn og þar með eru þeir orðnir 12 sem standa þétt við bakið á FOS.IS í þessu stússi.

    Við viljum minna þá á sem ekki hafa tök á að fylgjast með Febrúarflugum á Facebook eða Instagram á að við reynum eftir fremsta megni að uppfæra myndasafnið hér á síðunni eftir því sem tími gefst til.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 3 4 5 6 7
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar