Það var hreint út sagt frábær mæting á Febrúarflugukvöldið í Árósum, félagsheimili Ármanna í gærkvöldi. Rétt um 20 hnýtarar settust niður, hnýttu og spjölluðu við ríflega 20 gesti og hvern annan fram eftir kvöldi.
FOS langar að færa öllum þeim sem sáu sér fært að mæta, kærlega fyrir komuna og Ármönnum fyrir afnotin af Árósum.
Miðvikudaginn 22. febrúar mun FOS síðan heimsækja Stangaveiðifélag Borgarness í Landnámssetrið þar sem félagið stendur fyrir hnýtingakvöldi kl.20:00 FOS hvetur Borgnesinga og nærsveitunga til að mæta og kynna sér starf SVFB sem er eitt af mörgum stangaveiðifélögum sem er í sókn þessa dagana.








Senda ábendingu