Febrúarflugukvöld

Eins og boðað var í upphafi mánaðar þá stendur FOS.IS fyrir Febrúarflugukvöldi þann 17. febrúar kl.20:00 í Árósum, Hverafold 1-5.

Eins og segir í fundarboði, þá eru allir velkomnir á létt og lipurt hnýtingarkvöld þar sem boðið verður upp á veitingar á kostnaðarverði (kaffi, bjór, vín, gos). Tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla um flugur og fluguveiði, grípa með sér hnýtingargræjurnar og eiga ánægjulega kvöldstund í hópi áhugafólks um flugur og fluguhnýtingar.

Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn þannig að unnt sé að áætla veitingar.

Það er von FOS.IS að þeir hnýtarar sem uppskorið hafa #langaraðsjá sjái sér fært að mæta, hnýta og spjalla við gesti og svara fyrirspurnum. Nú þegar hafa tveir þeirra staðfest mætingu og því um að gera fyrir meðlimi hópsins hnýtarar úr Febrúarflugum sem uppskáru #langaraðsjá staðfest komu sína.

Fyrirkomulagið á þessari nýbreytni hefur eitthvað vafist fyrir meðlimum hópsins, en í raun er það sára einfalt:

Ef þú sérð áhugaverða flugu í Febrúarflugum sem þú vilt fræðast nánar um, sjá hnýtta eða hefur spurningar um efnisval eða aðferð, settu þá #langaraðsjá í ummæli / komment undir myndina og FOS.IS sér um afganginn.

Eina sem þú þarft síðan að gera er að mæta á Febrúarflugukvöldið, þann 17. febrúar og ef lukkan er með okkur öllum, þá mætir hnýtarinn og þú getur fræðst nánar um fluguna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com