Endanleg niðurstaða Febrúarflugna var kunngjörð í gærkvöldi og það er skemmst frá því að segja að öll eldri met voru slegin að þessu sinni. Við sama tækifæri voru 23 heppnir hnýtarar dregnir úr hópi hnýtara og hljóta þeir myndarlegar viðurkenningar sem styrktaraðilar átaksins létu í té þetta árið.
FOS.IS þakkar öllum sem komu að Febrúarflugum þetta árið; meðlimum hópsins, hnýturum, styrktar- og samstarfsaðilum. Allar flugur ársins má sjá á einu bretti með því að smella hérna.
Síðdegis í dag lauk síðan dómnefnd störfum í Fluguhnýtingarkeppni Haugsins 2022. Haugur Workshop sendir þátttakendum í keppninni kærar þakkir fyrir þátttökuna og óskar þeim til hamingju með þeirra framlag. Alls bárust 37 flugur í keppnina og dómnefndinni var töluverður vandi á höndum í vali sínu. Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna í Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1 við tækifæri.




Senda ábendingu