Flýtileiðir

Lokafréttir af Febrúarflugum

Endanleg niðurstaða Febrúarflugna var kunngjörð í gærkvöldi og það er skemmst frá því að segja að öll eldri met voru slegin að þessu sinni. Við sama tækifæri voru 23 heppnir hnýtarar dregnir úr hópi hnýtara og hljóta þeir myndarlegar viðurkenningar sem styrktaraðilar átaksins létu í té þetta árið.

FOS.IS þakkar öllum sem komu að Febrúarflugum þetta árið; meðlimum hópsins, hnýturum, styrktar- og samstarfsaðilum.  Allar flugur ársins má sjá á einu bretti með því að smella hérna.

Síðdegis í dag lauk síðan dómnefnd störfum í Fluguhnýtingarkeppni Haugsins 2022. Haugur Workshop sendir þátttakendum í keppninni kærar þakkir fyrir þátttökuna og óskar þeim til hamingju með þeirra framlag. Alls bárust 37 flugur í keppnina og dómnefndinni var töluverður vandi á höndum í vali sínu. Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna í Haugur Workshop, Rauðarárstíg 1 við tækifæri.

Unglingaflokkur: 1.sæti Hilmar Þór Sigurjónsson – 2. sæti Hannes Örn Kristinsson – 3. sæti Alexander Ari
Púpuflokkur: 1.sæti Þóra Sigrún Hjaltadóttir – 2. sæti Kristinn Örn Arnarson – 3. sæti Ragnar Ingi Danner
Meistaraflokkur: 1.sæti Árni Freyr Árnason – 2. Móri
Haugur: 1.sæti Ragnar Ingi Danner – 2. sæti Sigurður Árni Magnússon – 3. sæti Benedikt Vagnsson

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com